Varúð - verkefnabók

4 5 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur: Verkefni sem leysa þarf sem hópur. Hentugar hópastærðir eru um 4-6 nemendur. Hér eru umræðuverkefni, grúsk á neti og á bókasafni, föndur, ritun og skapandi verkefni ýmiskonar. • Mikilvægt er að kennari skoði vel öll verkefnin í þessum hluta áður en þau eru lögð fyrir bekkinn og meti hvaða verkefni henta hans nemendahóp. Til dæmis er eitt verkefnið í Varúð, hér býr norn að hlusta á hlaðvarpsþátt um galdra. Hér þarf kennari að meta hvort innihaldið og lengd þáttarins henti sínum nemendum. • Sum verkefnin í Eftir lestur tekur styttri tíma að leysa á meðan önnur taka lengri tíma og þurfa undirbúning af hálfu kennarans áður en tíminn byrjar (t.d. ef búa á til leirþurs). • Á nokkrum stöðum eru tvær uppsetningar á sama verkefninu. Önnur er stjörnumerkt og er einfaldari (þá þarf til dæmis að finna færri orð). Varúð – Gátlisti fyrir kennara Gott er að hafa eftirfarandi í huga áður en verkefnin eru lögð fyrir: • Í verkefnapakkanum eru verkefni fyrir fjórar léttlestrabækur sem tilheyra allar bókaflokknum Varúð, hér býr ... • Verkefnum fyrir hverja bók er skipt niður í þrjá undirflokka: Fyrir lestur: Verkefni sem reyna til dæmis á ályktanir og álit. Meðan á lestri stendur: Spurningar sem nemandi svarar á meðan hann les bókina (til dæmis í lok hvers kafla). Spurningarnar eru bæði beinar spurningar og spurningar þar sem þarf að lesa á milli línanna. Nemandi þarf til dæmis að álykta og spá fyrir um framhaldið, draga saman aðalatriði, vinna með orðaforða og málfræði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=