38 39 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Breytti sagan þeirri ímynd sem þið höfðuð á nornum fyrir lestur bókarinnar? Ef svo er, þá hvernig? Í bókinni vill Gibelgot meina að það sé óþarfi að draga fólk í dilka eftir kyni. • Hvað finnst ykkur um þá skoðun? • Þurfum við þess? Af hverju/ Af hverju ekki? • Trúið þið á galdra? Hvað gæti flokkast undir galdra sem þið hafið upplifað? • Hvenær gætu galdrar komið að gagni og hvenær gætu þeir valdið skaða? • Hvað finnst ykkur um vinasamband Mörtu og Mariusar? • Hvernig eru þau lík og hvernig ólík? • Væru þau vinir ykkar? Af hverju/Af hverju ekki? Grúsk um rúnir Í bókinni er talað um rúnir. Leitið á netinu að upplýsingum sem hjálpa ykkur að fylla út í hugarkortið. Ef skólinn eða bókasafn bæjarins á spilið Rúnir og goð þá er tilvalið að grípa til stokkanna og fræðast meira um rúnirnar. Hvað eru rúnir? Hvað voru bandrúnir? RÚNIR Frá hvaða tíma er talið að rúnir sem hafa varðveist á Íslandi séu? Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir?
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=