Varúð - verkefnabók

34 35 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 13. Í Nornabrennur og músaofsóknir segist Gibelgot vanalega stunda hvítagaldur og forðast svartagaldur. Flettu báðum orðunum upp í orðabók og útskýrðu hver munurinn er á þessum tveimur göldrum. 14. Hvernig tengist Lassi Diðriksson þessu klandri sem Marta og Marius eru komin í? HVÍTIGALDUR SVARTIGALDUR 15. Á blaðsíðu 62 er mynd sem sýnir Marius í miðri umbreytingu. Teiknaðu mynd sem sýnir hann í lok umbreytingarinnar sem lýst er á blaðsíðu 61. 16. Í kaflanum Bzzzzz stendur: „Ekki skaltu vanmeta þína eigin móður.“ Hvað þýðir að vanmeta einhvern? Hér gæti verið gott að ræða við einhvern um merkingu orðsins. Þegar þú hefur komist að því, útskýrðu þá með eigin orðum hvað setningin „Ekki skaltu vanmeta þína eigin móður.“ þýðir:

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=