Varúð - verkefnabók

VARÚÐ - HÉR BÝR VERKEFNAHEFTI 2898

2 3 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Í þessu hefti er að finna verkefni sem tengjast Varúð – Hér býr … bókaflokknum eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur. Verkefnin eru unnin af Ásu Marin Hafsteinsdóttur, grunnskólakennara og námsefnishöfundi. Varúð sögur – verkefni © Ása Marin Hafsteinsdóttir © teikningar: Bergrún Íris Sævarsdóttir © aðrar teikningar Shutterstock Ritstjóri: Sigríður Wöhler Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson 1.útgáfa 2023 Menntamálastofnun Kópavogi Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun Varúð - Hér býr ... vampíra . . . .bls.6 Efnisyfirlit Varúð - Hér býr ... norn . . . . . bls. 24 Varúð - Hér býr ... jötunn . . . .bls. 44 Varúð - Hér býr ... varúlfur . . . bls.66 Varúð - Hér býr ... umskiptingur ��bls. 80

4 5 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur: Verkefni sem leysa þarf sem hópur. Hentugar hópastærðir eru um 4-6 nemendur. Hér eru umræðuverkefni, grúsk á neti og á bókasafni, föndur, ritun og skapandi verkefni ýmiskonar. • Mikilvægt er að kennari skoði vel öll verkefnin í þessum hluta áður en þau eru lögð fyrir bekkinn og meti hvaða verkefni henta hans nemendahóp. Til dæmis er eitt verkefnið í Varúð, hér býr norn að hlusta á hlaðvarpsþátt um galdra. Hér þarf kennari að meta hvort innihaldið og lengd þáttarins henti sínum nemendum. • Sum verkefnin í Eftir lestur tekur styttri tíma að leysa á meðan önnur taka lengri tíma og þurfa undirbúning af hálfu kennarans áður en tíminn byrjar (t.d. ef búa á til leirþurs). • Á nokkrum stöðum eru tvær uppsetningar á sama verkefninu. Önnur er stjörnumerkt og er einfaldari (þá þarf til dæmis að finna færri orð). Varúð – Gátlisti fyrir kennara Gott er að hafa eftirfarandi í huga áður en verkefnin eru lögð fyrir: • Í verkefnapakkanum eru verkefni fyrir fjórar léttlestrabækur sem tilheyra allar bókaflokknum Varúð, hér býr ... • Verkefnum fyrir hverja bók er skipt niður í þrjá undirflokka: Fyrir lestur: Verkefni sem reyna til dæmis á ályktanir og álit. Meðan á lestri stendur: Spurningar sem nemandi svarar á meðan hann les bókina (til dæmis í lok hvers kafla). Spurningarnar eru bæði beinar spurningar og spurningar þar sem þarf að lesa á milli línanna. Nemandi þarf til dæmis að álykta og spá fyrir um framhaldið, draga saman aðalatriði, vinna með orðaforða og málfræði.

6 7 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Meðan á lestri stendur 1. Í kaflanum Gestur á leiðinni kemur Marius í heimsókn til Mörtu. Dragðu hring utan um þau lýsingarorð sem þér finnst passa við Mörtu miðað við hvernig hún tekur á móti Mariusi. Finndu að minnsta kosti tvö dæmi í kaflanum Gestur á leiðinni sem rökstyðja að orðin sem þú valdir hér fyrir ofan séu góð lýsing á Mörtu í þessum kafla. Varúð – Hér býr … vampíra Fyrir lestur Skoðaðu vel efnisyfirlitið. Hversu margir kaflar eru í bókinni? Lestu öll kaflaheitin: Hversu mörg kaflaheiti eru spurningar? Hvaða kafli heldur þú að verði mest spennandi eða ógnvekjandi? Hvaða kafla hlakkar þú mest til að lesa? Hvað heldur þú að gerist í þeim kafla? Einn kaflinn heitir Úlfaköngulóin. Teiknaðu mynd eins og þú heldur að sú skepna lítur út. kurteis þolinmóð skemmtileg dónaleg ókurteis hress ósanngjörn indæl

8 9 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 2. Lestu vel blaðsíðu 12. Þar kemur óöryggi Mörtu fram. Hvað er það sem Marius hefur sem Marta vildi að hún hefði? 3. Í lok kaflans Húsið í næstu götu sér Marius Hvæsa fara inn í hús. Hvað heldur þú að Marta og Marius geri næst? 4. Svona hefst kaflinn Leðurblökubank: Finndu 9 nafnorð í textanum og strikaðu undir þau. Í textanum eru 9 nafnorð. Finndu að minnsta kosti 5 þeirra og strikaðu undir þau. Finndu síðan 5 lýsingarorð og skrifaðu þau á línurnar Í textanum eru 5 lýsingarorð. Finndu að minnsta kosti 3 þeirra og skrifaðu þau á línurnar 5. Hér fyrir neðan eru nokkur orð eins og þau koma fyrir í kaflanum Leðurblökubank. Skrifaðu þau á rétta línu sem útskýrir orðið. Ef þú ert ekki viss þá er gott að finna orðið í kaflanum og með því að lesa setninguna sem orðið kemur fyrir í, sérðu betur hvað það þýðir: karldýr kattarins – aflífa gæludýr – það að vera einmana (sakna nærveru annarra) – að finna meðaumkun með – sterklega gerður, traustur – kjarklítill einstaklingur – marra hátt og skerandi – götuslóði ætlaður gangandi fólki – dyrahamar úr málmi á útihurð til að berja að dyrum með – agndofa, mjög hissa, undrandi – vorkennir rammgerðu furðu lostinn skræfa svæfður einmanaleikann fress gangstíginn ískrar hurðabankara „Augu mín leita frá gróðurflækjunni að eyðilegu húsinu. Þetta er elsta og skrítnasta húsið í hverfinu. Neglt hefur verið fyrir alla glugga með gömlum spýtum. Líklega hefur enginn búið í húsinu í mörg ár.“

10 11 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 6. Í kaflanum Í dimmu, dimmu húsi segir Marta frá því hvernig hún sparar sér fjórar klukkustundir á ári. Hvernig fer hún að því? 7. Í sama kafla kemur fram hvernig Marius og Marta eru ólík. Finndu tvö dæmi sem sýna hversu ólík þau eru. 8. Í kaflanum Mörg hundruð ára gömul manneskja fá lesendur að kynnast rannsóknarhæfileikum Mariusar. Svaraðu þessum spurningum: Hvernig veit Marius að það býr bara ein manneskja í húsinu? Hvað bendir til þess að íbúinn hafi einstakan smekk? Hvað er antík? Hvað er fangamark? Af hverju finnst honum líklegt að íbúinn sé ríkur?

12 13 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Hvað bendir til þess að bækurnar í bókaskápnum séu mikið lesnar? Hvaða hlutur var sá eini sem Marius finnur sem gæti verið yngri en hundrað ára? 9. Í kaflanum Mörg hundruð ára gömul manneskja ræða Marta og Marius um hvort betra sé að kaupa sprittkerti í plastkoppi eða álkoppi. Hver er kosturinn við að kaupa sprittkerti í álkoppi? Hvað finnst þér mikilvægt að flokka í skólanum? En á þínu heimili? Já Nei Er ekki viss 10. Í kaflanum Úlfaköngulóin segir Marta í fyrsta skipti í bókinni eitthvað jákvætt við Marius. Hvað er það? Heldur þú að Marta sé að breyta áliti sínu á Mariusi núna þegar hún er byrjuð að kynnast honum betur?

14 15 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 14. Lýstu með orðum eða myndum hvernig Hvæsi er hjá Mörtu og mömmu hennar Láru í samanburði við hvernig hann er hjá vampírunni í kaflanum Skærgul augu. 15. Í köflunum Beit hann þig og Ískalda höndin segir Camilla þeim hvað varð til þess að hún kom til Íslands. Endursegðu með þínum orðum hvað dró hana fyrst til landsins? Hvernig frétti hún af landinu og hvernig komst hún hingað? 11. Í lok kaflans Úlfakönguló fer Marius að skjálfa. Hverju hefur hann komist að? 12. Í kaflanum Efri hæðin er Marius að reyna að sannfæra Mörtu um hver íbúi hússins sé. Af hverju heldur þú að Marius sé opnari en Marta fyrir því að vampírur séu til í raunveruleikanum? 13. Í kaflanum Inni í kistunni finnur Marta í fyrsta sinn til ótta. Hvað sá hún sem hræddi hana? Á hverju ári mætir Marius í partý þar sem líka fullt af vampírum. Amma hans Mariusar sagði honum að afi hans væri vampíra og fyrst það er satt þá getur íbúinn líka verið það. Amma hans Mariusar sagði honum sögur frá Rúmeníu sem fjalla um vampírur og að til er fólk sem trúir því að þær eru til í alvöru. Marta trúir alls ekki á vampírur, álfa, tröll, jötna eða aðrar kynjaverur. Hjá Mörtu og Láru Hjá vampírunni Camillu a) b) c) d)

16 17 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 18. Í lok bókar er talað um að Hvæsi sé kannski ekki bara köttur. Hvað gæti hann líka verið? 16. Kaflinn Ísskápurinn endar ansi ógnvænlega. Settu þig í spor Mörtu og skrifaðu niður þrjár setningar þar sem þú lýsir því hvernig þér líður. 17. Í kaflanum Gulu augun og beittu tennurnar segir Marta við Marius að hann hafi verið hugrakkur. Marta er líka búin að sýna hugrekki í bókinni. Finndu eitt dæmi um hugrekki Mörtu og annað um hugrekki Mariusar Marta Marius

18 19 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Skoðið saman myndirnar í bókinni í litlum hópum. Hvaða myndir finnst ykkur flottastar og af hverju? Ef þið fengjuð að bæta við þremur myndum í bókina, hvar í sögunni mynduð þið bæta við myndum og hvernig mynduð þið teikna þær þrjár myndir? Gerið skissur af myndunum. Ef Hvæsi væri vampíra í kattarhami, hvernig liti hann þá út sem vampíra? Skissið upp hugmyndir ykkar. 1. 2. 3.

20 21 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Hvernig breyttist samband Mörtu og Mariusar þegar leið á söguna? Af hverju ætli Marius eigi fáa vini? Haldið þið að það breytist miðað við hvernig sagan endar? Hvað með Mörtu, það stendur í upphafi bókar að hún sé vinsæl og vinamörg. Af hverju haldið þið að hún sé svona vinamörg? Hvernig vinkona haldið þið að hún sé? Skoðið persónulýsingarnar í upphafi bókar. Núna þegar þið hafið lesið söguna og hafið kynnst betur þessum fimm persónum, hverju mynduð þið bæta við eða breyta í persónulýsingunum? Hvað má ekki segja í upphafi bókar sem gæti kannski skemmt fyrir ánægjuna við lesturinn? Veljið annað hvort verkefnið og vinnið það í tveggja til fjögurra manna hópum: a) Veljið tvo til þrjá kafla í bókinni og búið til spuna þar sem innihald kaflanna kemur vel fram. b) Ímyndið ykkur að Carmilla hafi drukkið krakkablóð beint úr hálsi Mörtu og lögreglan sé núna með hana í haldi. Skrifið upp spurningar sem lögreglan myndi spyrja í yfirheyrslu og svör Carmillu. Ef þið eruð fleiri í hóp en tvö þá getið þið bætt við vitnisburði sem Marta og Marius gefa. Leikið svo yfirheyrsluna.

22 23 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Föndur – origami Og hvernig er betra að enda lestur um blóðsugur en að búa til sínar eigin vampírutennur úr pappír? Hægt er að finna myndbönd á YouTube sem kenna ykkur að brjóta pappírinn rétt saman til að mynda vígalegar vígtennur. (Þið getið stuðst við leitarorðin: Origami Vampire Fangs.) Og fyrir þá sem vilja gera vampírubókamerki þá er einnig að finna kennslumyndband á YouTube. Það er örlítið flóknara en að búa til vampírutennur en með því að fylgja leiðbeiningunum þá ættu flestir að komast í mark. (Þið getið til dæmis slegið inn: How to make origami vampire corner bookmark-paper folding craft.) Grúsk – Leslisti bekkjarins Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið fleiri bækur þar sem blóðsugur koma við sögu. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla þá útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa bók um vampíru. Umræður – Vampírur í kvikmyndum • Ræðið saman um kvikmyndir og teiknimyndir sem þið munið eftir að hafa séð þar sem vampírur (blóðsugur) komu við sögu. • Hvernig persónur eru blóðsugurnar? • Eru þær almennt góðar eða vondar í sjónvarpsefninu? • Hvaða vampírumynd getið þið mælt með fyrir bekkjarsystkini ykkar og af hverju er sú mynd góð?

24 25 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð – Hér býr … norn Fyrir lestur Umræður eða hugsað upphátt Flettu í gegnum bókina og skoðaðu allar myndirnar og heiti kaflanna. Reyndu að hugsa upp mögulegan söguþráð út frá myndum og kaflaheitum. • Segir þetta þér nóg til að þú vitir nokkurn veginn um hvað bókin er? Hvað telur þú þig vita fyrir víst að muni gerast í bókinni út frá þessum upplýsingum? • Lestu lýsingarnar á persónunum á blaðsíðum 4 og 5: • Hvaða persóna á eitthvað sameiginlegt með þér? Og hvað er það sem þú tengir við þá persónu? • Segðu einhverjum frá hugmyndum þínum út frá punktunum. Það sem Marta þarf að gera Það sem Mörtu langar að gera Meðan á lestri stendur 1. Í kaflanum Í vondum málum kemur fram hvað Marta þarf að gera og hvað hana langar að gera þennan laugardag. Skrifaðu niður í viðeigandi ramma hvað það er:

26 27 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 2. Í kaflanum Lassi Diðriksson koma meðal annars fyrir þessi samsettu orð. Úr hvaða orðum eru þau mynduð? skólabækur Skóli + bækur morgunkorn siðaskiptin Sturlungaöld sjálfstæðisbaráttan Íslandssaga geimverur nývöknuð inniskór baðsloppur hafragrautur ráðvilltur skrifborð steinsofnar ártöl sögubókina 3. Orðin hús, kot og kofi koma fyrir í kaflanum Dularfulla hurðin. Dragðu hring utan um þau orð sem hafa svipaða merkingu og þau þrjú: 4. Hvæsi hoppar ofan á bók í kaflanum Húðir og lappir. Tvennt vakti eftirtekt hjá vinunum. Hvað var það? (Hakaðu við tvo valmöguleika.) Sagan í bókinni var um þau tvö og Hvæsa. Blaðsíðurnar voru úr skinni ekki pappír. Þetta reyndist vera galdrabók. Marius var höfundur bókarinnar. 5. Í sama kafla kemur fyrir orðið bókfell. Hvað heldur þú að það orð þýði? Fjall eða fell sem myndað er af bókum. Bókastafli. Pergament, sem er skinn til að skrifa á. Fellingar eða krumpur í blaðsíðum. hjallur garður dula skýli skúr yfirhöfn hreysi gróður stígur skjól

28 29 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Flettu núna orðinu bókfell upp í orðabók. Varstu með rétt svar? já nei Ef svarið er nei, þá skaltu strika yfir svarið sem þú hafðir valið og haka við rétt svar í staðinn. 6. Í kaflanum Glóandi grænn vökvi kemur fyrir galdraþula fyrir viskugaldur. Hvaða galdur myndi þú vilja geta framið og hvernig myndi hann hjálpa þér? Spreyttu þig á að búa til stutta galdraþulu sem passar við galdurinn þinn. 7. Skoðaðu myndina á blaðsíðu 31. Endursegðu hvað er að gerast á þeirri mynd.

30 31 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 9. Hvernig hefur Marta alltaf ímyndað sér nornir miðað við það sem gefið er upp í kaflanum Hvorki varta né hattur? Þú mátt svara með orðum eða mynd. 10. Í kaflanum Óður sem fluga komast þau að því hvað þau gerðu rangt sem varð til þess að Marius breyttist í flugu. Hvað var það? 8. Eftirfarandi orð koma öll fyrir í kaflanum Hvaðan kom húsflugan? Skrifaðu þau á rétta línu sem útskýrir orðið. Ef þú ert ekki viss er gott að finna orðið í kaflanum og með því að lesa setninguna sem orðið kemur fyrir í, sérðu betur hvað orðið þýðir: slánaleg/ur þyrnar augabragð huliðshjálmur stjörf/stjarfur píra máð/máður grunur handviss lóð oddhvassir broddar sem vaxa á plöntum – sem hreyfist ekki – hlutur sem gerir fólk eða stað ósýnilegan – langur og mjór – snjáður – staður sem hús stendur á – hugboð, ágiskun eða tilfinning – örstutt stund – alveg öruggur – kipra –

32 33 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 11. Í sama kafla segir Gibelgot hvernig honum finnst nornir vera frábrugðnar mannfólkinu. Segðu með þínum orðum hver munurinn er að hans mati. 12. Nornin notar rúnir. Flettu orðinu rún upp í orðabók. Hvað er rún? Skoðaðu rúnastafrófið og skrifaðu hvernig nafnið þitt lítur út á rúnaletri. f h t u n b þ i l a a s m n r k

34 35 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 13. Í Nornabrennur og músaofsóknir segist Gibelgot vanalega stunda hvítagaldur og forðast svartagaldur. Flettu báðum orðunum upp í orðabók og útskýrðu hver munurinn er á þessum tveimur göldrum. 14. Hvernig tengist Lassi Diðriksson þessu klandri sem Marta og Marius eru komin í? HVÍTIGALDUR SVARTIGALDUR 15. Á blaðsíðu 62 er mynd sem sýnir Marius í miðri umbreytingu. Teiknaðu mynd sem sýnir hann í lok umbreytingarinnar sem lýst er á blaðsíðu 61. 16. Í kaflanum Bzzzzz stendur: „Ekki skaltu vanmeta þína eigin móður.“ Hvað þýðir að vanmeta einhvern? Hér gæti verið gott að ræða við einhvern um merkingu orðsins. Þegar þú hefur komist að því, útskýrðu þá með eigin orðum hvað setningin „Ekki skaltu vanmeta þína eigin móður.“ þýðir:

36 37 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Í upphafi bókar fannst henni ... Í lok bókar finnst henni ... 17. Í kaflanum Ég þarf bara eitt koma fyrir eftirfarandi lýsingar. Útskýrðu með eigin orðum hvernig þér myndi líða ef þú notaðir sömu lýsingar til að lýsa tilfinningum þínum: Eitthvað fær hárin á hnakkanum til að rísa. Kaldur sviti rennur niður eftir bakinu. Eitthvað er þig lifandi að drepa. Líkt og augun mín skjóti gneistum. 18. Í lok kaflans Galdralaun spyr Marius Mörtu hvort hún geti ekki galdrað þau út úr eldhringnum. Skrifaðu í að minnsta kosti tveimur setningum hvað þú heldur að gerist næst. 19. Hvernig sleppa Marta og Marius út úr kofanum? 20. Í lok bókar hefur áhugi Mörtu á því að lesa fyrir prófið breyst.

38 39 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Breytti sagan þeirri ímynd sem þið höfðuð á nornum fyrir lestur bókarinnar? Ef svo er, þá hvernig? Í bókinni vill Gibelgot meina að það sé óþarfi að draga fólk í dilka eftir kyni. • Hvað finnst ykkur um þá skoðun? • Þurfum við þess? Af hverju/ Af hverju ekki? • Trúið þið á galdra? Hvað gæti flokkast undir galdra sem þið hafið upplifað? • Hvenær gætu galdrar komið að gagni og hvenær gætu þeir valdið skaða? • Hvað finnst ykkur um vinasamband Mörtu og Mariusar? • Hvernig eru þau lík og hvernig ólík? • Væru þau vinir ykkar? Af hverju/Af hverju ekki? Grúsk um rúnir Í bókinni er talað um rúnir. Leitið á netinu að upplýsingum sem hjálpa ykkur að fylla út í hugarkortið. Ef skólinn eða bókasafn bæjarins á spilið Rúnir og goð þá er tilvalið að grípa til stokkanna og fræðast meira um rúnirnar. Hvað eru rúnir? Hvað voru bandrúnir? RÚNIR Frá hvaða tíma er talið að rúnir sem hafa varðveist á Íslandi séu? Af hverju hættu Íslendingar að nota rúnir?

40 41 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Heimsókn á galdasýningu Í Hólmavík er að finna Galdrasýningu á Ströndum, sem fjallar um galdrafárið á Íslandi, galdur og þjóðsögur honum tengdum. Ef þið eigið leið hjá er tilvalið að skoða hana. Já OK – hlaðvarp Villi Neto og Fjölnir Gíslason halda úti hlaðvarpi sem heitir Já OK, þættirnir voru unnir í samvinnu við Rúv núll á sínum tíma en eru núna aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Í einum þættinum ræddu þeir við sagnfræðinginn Magnús Rafnsson um Galdrasýninguna á Ströndum, galdrafárið, rúnir, þjóðsögur tengdar göldrum og margt fleira. Athugið að sumar lýsingarnar í þættinum eru svolítið óhugnalegar! • Spáum í orðin - keppni Reynið að finna eins mörg orð og þið getið á 3 mínútum sem byrja á inni- van- eða ó- t.d. Inniköttur, vanmeta, órólegur. Þið getið verið 3-4 saman og einn er tímavörður. Þið skrifið eins mörg orð og þið getið í rammana og ekki láta hin sjá hvað þið skrifið. Svo teljið þið orðin eftir 3 mínútur. Hver fann flest orðin? Hver fann flest orð sem byrja á inni- , van- eða ó-? Inni- Van- Ó- inniköttur vanmeta órólegur Hugmynd fyrir skólahópa Hugmynd fyrir skólahópa

42 43 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Galdraþula • Þið æfðuð ykkur í að búa til stutta galdraþulu í einstaklings- verkefnunum á meðan þið lásuð bókina. Núna semjið þið saman galdraþulu. • Byrjið að ímynda ykkur einhver álög sem lagst hafa á einhver í hópnum. • Þulan þarf að innihalda lausn til að leysa viðkomandi úr álögunum. • Æfið ykkur svo að fara með galdraþuluna þannig að þið hljómið öll eins og ein manneskja. Flytjið hana að lokum öll saman fyrir restina af bekknum. Punktalestur • Lesið í punktalestri bls. 14 og eftir hvern punkt skoðið hvort þið finnið eitthvert sérnafn í málsgreininni. Ef svo er, skrifið þá sérnafnið niður. • Hversu mörg sérnöfn funduð þið á bls. 14? Ritun og föndur • Þrátt fyrir að Gibelgot hafi ekki verið með nornahatt er hatturinn oft það sem við tengjum helst við nornir. • Horfið á myndband á YouTube sem kennir að búa til nornahatt úr pappír (leitarorð t.d. witch hat for a witch costume). • Skrifið svo niður leiðbeiningar eftir myndbandinu þannig að aðrir geti föndrað hattinn eftir þeim án þess að hafa aðgang að myndbandinu. Hér er dæmi sem getur hjálpað ykkur að byrja á leiðbeiningartextanum: • Setja svo inn fyrsta skrefið sem dæmi til að koma þeim af stað: Fyrsta skref: Setjið svart karton á borðið fyrir framan ykkur. Notið reglustiku og penna til að merkja frá horni blaðsins punkta í 30 Wcm fjarlægð (gott að hafa um 2 cm á milli punkta) frá einni blaðbrún til annarrar. Dragið svo línu á milli punktanna þannig að eftir stendur bogi, 30 cm frá horni blaðsins.] • Endið svo á að búa sjálf til nornahatt eftir leiðbeiningunum. Orðalist • Á netinu má finna vefsíður þar sem hægt er að gera skemmtilegar orðamyndir. Síðurnar er að finna undir t.d. word art og nemendur geta valið sér 12-15 orð úr bókinni og sett inn og búið sér til myndir með margs konar formum. Hér er dæmi:

44 45 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Lestu innganginn frá höfundi. Um hvað er norræn goðafræði? Hvernig hjálpar það að þínu mati að hafa lýsingar á persónum í upphafi bókarinnar? Varúð – Hér býr … jötunn Fyrir lestur Skoðaðu vel bókakápuna og baksíðuna. Hver er höfundur bókarinnar? Hvað heitir bókaflokkurinn sem Hér býr Jötunn er hluti af? Hvernig tengjast Marius og Þór? Hver er myndhöfundur bókarinnar? Flettu í gegnum bókina og skoðaðu kaflaheitin og myndirnar. Hvaða kafla hlakkar þú mest til að lesa og af hverju? Norræn goðafræði er

46 47 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Á meðan lestri stendur 1. Hvernig bregst Marta við þegar Marius bankar upp á með Þór? a. Hún verður ofsalega glöð og bíður þeim inn að leika. b. Hún verður brjáluð og skellir hurðinni án þess að hleypa þeim inn. c. Hún segist vera upptekin og biður þá um að koma seinna. d. Hún er ekki í góðu skapi og heimsókn þeirra virðist gera hana enn pirraðri. 2. Skoðaðu vel textann á blaðsíðu 10 og 11. Hver er sá sem höfundur vísar til sem ég? 3. Skoðaðu orðasambandið að vera á floti á blaðsíðu 11. Dragðu hring utan um þau orð sem þýða það sama: skraufþurr gegndrepa flotholt rennandi blautur fiskifæri hundvotur óstöðvandi 4. Lestu vel staðarlýsinguna á blaðsíðu 14. Sjáðu fyrir þér göngustíginn, öspina, ræturnar og rafmagnskassann. Teiknaðu nú myndina eins og þú ímyndar þér að sögusviðið líti út: holdvotur

48 49 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 5. Í lok kaflans Göngustígurinn hefur Marta gufað upp. a. Hvað þýðir það að einhver gufi upp? b. Hvað heldur þú að hafi orðið um Mörtu? 6. Tengdu saman þessi orð úr kaflanum Niður í dýpið við hvað þau þýða. Athugaðu að ef þú ert ekki viss þá er gott að finna orðið í kaflanum, lesa setninguna sem það kemur fyrir í og reyna að átta þig á merkingu þess út frá stærra samhengi. a. að ríghalda í losna sitt í hvora áttina b. aðstæður sem hægt er að sjá c. að gliðna lykta, þefa d. sprunga vera heltekinn af kulda e. sjáanleg halda mjög fast í f. að fikra rauf, gjá g. að hnusa saggi eða væta h. raki mjakast rólega . kuldinn nístir kringumstæður Með eigin orðum, reyndu að útskýra hvað orðið glaðvakandi þýðir: Ef maginn herpist saman í stóran hnút. Hvernig líður þá Mariusi? Hann er mjög kátur og spenntur fyrir því sem koma skal. Hann er stressaður og hræddur. Hann er feginn að vera kominn á botninn.

50 51 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 7. Andheiti þessara lýsingarorða eru öll að finna í kaflanum Hvar er Þór? Vísbending: Fjöldi strika segir þér hversu margir stafir eru í lausnarorðinu og eins færðu uppgefinn einn staf úr lausnarorðinu. Dæmi: grunn ____ ____ Ú ____ víð, breið Þ sjóðheitu k óragur æ kraftlítill o sorgmæddur l lágværar h leiðinlegur k verr r fíngerðir g þyngra t 8. Síðasta setningin í kaflanum Hvar er Þór? er: Manneskjan fyrir framan mig er ekki Þór ... Hvaða manneskja heldur þú að sé fyrir framan hann? 9. Skoðaðu myndina á blaðsíðu 25 eftir að hafa lesið kaflann Iðandi ormar. Lýstu með orðum hvað myndin sýnir. 10. Í kaflanum Iðandi ormar gefur Marius það til kynna að Marta og Þór séu lík. Að hvaða leiti eru þau lík?

52 53 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 11. Lestu kaflann Erum við örugg hérna? og taktu eftir því hvernig hann endar. Marta segir: „Ég sé slóð! Sjáðu!“ Ímyndaðu þér hvernig sagan getur haldið áfram og semdu eina spurningu sem spyr út í framhaldið. Dæmi: Hvert heldur þú að þessi slóð liggi? 12. Marta og Marius finna slóð með snúðamolum í göngunum í kaflanum Eltum slóðina. Manstu eftir ævintýri þar sem systkini skilja eftir brauðmolaslóð til að rata aftur heim til sín? Hvaða ævintýri var það? [ 13. Í kaflanum Óþægilegur felustaður stendur: Í þessu textabroti eru sex nafnorð. Finndu að minnsta kosti þrjú þeirra og dragðu hring utan um þau. Í þessu textabroti er líka sex sagnorð. Finndu að minnsta kosti þrjú þeirra og strikaðu undir þau. 14. Í lok kaflans Óþægilegur felustaður langar Marius helst til að hlaupa eins hratt og hann getur til að komast út úr hellinum. Af hverju hleypur hann ekki? Ég lít í átt að risastóru rúminu. Það er úr grjóti og teppið svo gróft að það hlýtur að rispa mann og klóra. Þetta getur ekki verið þægilegur felustaður.

54 55 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 15. Hver eru rök Mariusar í kaflanum Slefandi skrímsli fyrir því að skrímsli éti frekar ketti en börn í morgunmat? 16. Hvernig kemst Marius að því í kaflanum Hver ert þú? að Greipa er ekki skrímsli heldur jötunn? 17. Af hverju kippir Greipa Mariusi upp í kaflanum Arkað af stað og velur að halda á honum? 18. Finndu dæmi í kaflanum Annað mannabarn sem sýnir svartsýni Mariusar og bjartsýni Mörtu: Dæmi um svartsýni Mariusar Dæmi um bjartsýni Mörtu

56 57 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 19. a) Hver er Mökki? b) Hvað er hann og hver skapaði hann? c) Hvernig hjarta hefur hann? 20. Hvernig er birtan í helli Mökka öðruvísi en annars staðar í hellinum? Og af hverju er hún öðruvísi? 21. Hvað ætlar Mökki að gera við Hvæsa og Þór samkvæmt því sem kemur fram í kaflanum Andlitið í veggnum? 22. Hvernig finna Marius og Marta Þór og Hvæsa? 23. Hvað gerist í Dramatíski leirþursinn sem verður til þess að Þór hættir að orga og fer að hlæja?

58 59 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 24. Hvernig hjálpuðu skammirnar í Mörtu þeim að komast upp úr sprungunni? Hvað annað hjálpaði þeim? 25. Hvers vegna heldur þú að Marta og Marius hafi ekki viljað leira í lok sögunnar með Þór? Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: • Marta er oft mjög úrræðagóð. Rifjið upp að minnsta kosti eitt dæmi í bókinni sem sýnir það. • Marius er skipulagður í hugsun og beitir rökhugsun þegar hann leysir verkefni. Rifjið upp að minnsta kosti eitt dæmi í bókinni sem styður það. • Marius er að passa litla bróður sinn í sögunni. Stundum finnst honum það erfitt þrátt fyrir að þykja mjög vænt um bróður sinn. Setjið ykkur í hans spor og finnið þrenns konar rök fyrir því að það er gott fyrir eldra systkin að passa það yngra. • Og þrenn rök fyrir því af hverju það getur verið bagalegt eða erfitt. • Greipa vill hefna dauða systur sinnar og föður. Hvað merkir það að hefna einhvers? Getið þið nefnt einhver dæmi? Finnst ykkur það einhvern tímann réttlætanlegt að leita hefnda? Af hverju/Af hverju ekki?

60 61 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Krossgáta Varúð – Hér býr … jötunn Fræðist á netinu • Farið á leitarvef á netinu og skoðið myndir af bæði hraunhellum og dropasteinsmyndunum í hraunhellum. • Veljið hvaða myndir ykkur finnst vera flottastar og ræðið hvað það er við þessar myndir sem gera þær flottar. • Mynduð þið vilja skoða svona hella? Af hverju/ Af hverju ekki? h r r k j t a LÁRÉTT 2. leirþurs 4. skelkað 6. gömul tákn 8. jötunynja LÓÐRÉTT 1. stórt tröll 3. köttur 4. hola í kletti 5. skepna 7. þrumuguð 8. sprunga 1 2 3 4 7 8 5 6

62 63 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Grúskið Í sögunni er minnst á norræna goðafræði og þrumuguðinn Þór. • Hvað vitið þið nú þegar um Þór? Segið hvert öðru frá því sem þið vitið. • Finnið á netinu eða í bókum á safninu meira um hann þannig að þið getið fyllt út í hugarkortið. Hvaða dýr drógu vagn Þórs? Hvað hét kona Þórs og hvað hétu börnin þeirra? Þór Hvaða gripi átti Þór og hver þóttist merkastur þeirra? Hvaða vikudagur var áður nefndur Þórsdagur eftir Þór? Af hverju heitir sá dagur ekki lengur Þórsdagur á Íslandi? Leslisti bekkjarins Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið bækur sem fjalla um norræna goðafræði. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla þá útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa bók um æsi, jötna og vætti. Ritunarverkefni tengt leirþursunum Þegar þið hafið skapað leirþurs með spennandi persónulýsingu þá parið þið ykkur saman við annan hóp. Þið kynnið ykkar leirþurs fyrir þeim og fáið kynningu hins hópsins á þeirra þurs. Þegar þið hafið kynnst vel þeirra þurs þá veljið þið ykkur eitt af eftirfarandi verkefnum: 1. Ímyndið ykkur að þursarnir tveir fari saman í frí. Setjið ykkur í spor ykkar þurs og skrifið bréf heim þar sem þið lýsið einhverju ævintýri sem þeir hafa lent í á ferðalaginu. 2. Þursarnir tveir læsast inni í leikfangaverslun eftir lokun. Þeir átta sig á því að enginn mun vita af þeim í versluninni fyrr en hún opnar degi seinna. Skrifið stutt leikrit sem gerist í versluninni um kvöldið og um nóttina. 3. Semjið rímnaflæði eða rapptexta sem lýsir því hvernig þursunum tveimur gengur að fóta sig í mannheimum.

64 65 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Að skapa leirþurs Fyrst búið þið til leir. Til þess þurfið þið eftirfarandi hráefni: 1 bolla vatn ¾ bolla salt 2 matskeiðar olíu 2 bolla hveiti matarlit að eigin vali Áhöld sem þið þurfið: skál, skeið, einnota hanskar (ekki nauðsynlegt en getur komið í veg fyrir að matarliturinn liti hendur þess sem hnoðar). Þið byrjið á því að hella vatninu út í skálina. Síðan setjið þið saltið út í, olíuna og matarlitinn. Hrærið saman með skeiðinni. Þá er hveitinu bætt út í og einn í hópnum fer í hanska og hnoðar blönduna saman þar til hún er orðin að leir (ef blandan er of blaut má bæta við smá hveiti). Þegar leirinn er tilbúinn búið þið til leirþurs og skapið persónu í kringum hann. Hér koma spurningar sem geta komið ykkur af stað í persónusköpuninni: • Hvað heitir leirþursinn ykkar? • Hvar býr hann? • Hvað étur hann? • Á hann fjölskyldu? Hvað finnst honum skemmtilegt/leiðinlegt að gera? Hvernig tónl • ist hlustar hann á? • Hvaða áhugamál á hann? • Hvernig ver hann deginum sínum? • Fer hann í sumarfrí og þá hvert? • Hvaða hátíð finnst honum skemmtilegust? • Hvað gerir hann sorgmæddan? O.s.frv.

66 67 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð – Hér býr … varúlfur Fyrir lestur Til umhugsunar og umræðu • Hvað veist þú um varúlfa? • Hefur þú lesið einhverjar sögur sem fjalla um þá? • Eða séð sjónvarpsefni? • Finnst þér líklegt að varúlfar séu til í alvörunni? • Af hverju/Af hverju ekki? Skoðaðu forsíðuna og ímyndaðu þér að búið sé að gera kvikmynd eftir bókinni. Hvernig veggspjald fyrir auglýsingu á varúlfamynd myndi fá þig til að langa að sjá myndina, jafnvel áður en þú veist um hvað hún er nákvæmlega? Rissaðu upp hugmynd af veggspjaldi. Á meðan lestri stendur 1. Af hverju er Marta svona æst þegar Lára kemur heim í fyrsta kafla? 2. Í kaflanum Dökkgrá og drungaleg stendur: „Hæ,“ svara ég eins þurr á manninn og ég get. Hvað þýðir það að vera þurr á manninn? Að vera í fötum sem eru nýkomin út úr þurrkara. Að vera hress og kurteis þegar gesti ber að garði. Að vera þögul, ómannblendin/n og durtsleg/ur. Að bjóða gestum ekki vatnsglas. 3. Dýralæknirinn heitir Úlfhildur og hún minnir Mörtu á úlf. Reyndu að finna 5 kven- og 5 karlkynsnöfn sem eru byggð á dýraheitum. Dæmi: Lóa og Þorbjörn.

68 69 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 4. Í kaflanum Háværar hrotur tekur Marta eftir breytingum á Láru, mömmu sinni. Hverjar eru þær? 5. Hvað telur Marius að sé að koma fyrir Láru? Og hver annar í kaflanum Var mig að dreyma? sýnir merki um að taka eftir breytingum á henni? 6. Hvaða ranghugmyndir hefur Marta um Rúmeníu? 7. Í kaflanum Varúlfafræðarinn les Marius sér til um nokkrar tegundir úlfa. Punktaðu niður það sem við nú vitum um eftirfarandi úlfa: Alfa-úlfur Beta-varúlfur

70 71 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 8. Í kaflanum Get ekki meira eru Marta og Marius að horfa á þætti. Hvernig þætti eru þau að horfa á? Og hvaða þátt heldur Lára að þau séu búin að vera að horfa á? 9. Hvernig hyggjast Marta og Marius lokka Láru aftur inn í kaflanum Hvað éta úlfar? Gamma-varúlfur 10.Svona hefst kaflinn Hnusað upp í vindinn Marius hefur augun á mömmu í garðinum og ég stekk inn í eldhús til að sækja kattamat. Í neðstu skúffunni blasa við mér ótal dósir. Þarna eru til dæmis nýrnabaunir, kókosmjólk og tómatmauk. Einu sinni gerði mamma lasagna og notaði óvart kattamat í sósuna. Sem betur fer fattaðist það um leið. Síðan þá hef ég reynt að sannfæra mömmu um að geyma kattamatinn í geymslunni. Hún segir að Hvæsi sé hluti af fjölskyldunni og eigi að hafa matinn sinn í eldhúsinu eins og aðrir. Ég gríp eina dósina og opna hana yfir vaskinum. Um leið finn ég grófan feld Hvæsa strjúkast við annan fótlegginn á mér. Hér er að finna fullt af nafnorðum. Strikaðu undir öll orðin sem þú ert viss um að séu nafnorð. Skoðaðu svo nánar nafnorðin hér fyrir neðan og krossaðu við í hvaða kyni þau eru og hvort þau séu í eintölu eða fleirtölu í textanum: Nafnorð Karlkyn – Kvenkyn – hvorugkyn Eintala – Fleirtala augun mömmu skúffunni dósir tómatmauk kattamat fjölskyldunni feld

72 73 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Í textanum eru líka tvö sérnöfn. Getur þú fundið þau? 11. Finndu orð á blaðsíðu 43 og 44 sem þýða svipað eða það sama og orðin hér fyrir neðan: eitthvað sem endist – sá sem gerir greinamun á raunveruleika og hugarburði – úrræði – snúa upp á til að ná bleytu úr – bendir til – 12. Lýstu því með eigin orðum hvernig Mörtu líður í lok kaflans Hvað er í gangi? 13. Í kaflanum Þurrkaðar jurtir fær Marius tvær hugmyndir sem gætu virkað á varúlfa. Önnur gengur ekki upp en hin gæti virkað. Hverjar voru hugmyndirnar tvær? Af hverju gengur ekki fyrri hugmyndin upp? Hver heldur þú að geti aðstoðað þau með hina hugmyndina sem gæti virkað?

74 75 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 14. Í þessum sama kafla kemur fram að það sé líklega best að Marius blandi seyðið sem á að létta álögunum af Láru. Af hverju ætli það sé best að hann taki að sér blöndunina? 15. Lestu kaflann Krukka nornarinnar og teiknaðu svo mynd eins og þú ímyndar þér að sé innanhúss í nornakofanum miðað við lýsingarnar í textanum. 16. Í kaflanum Doktorinn í heimsókn keppast Marta og Marius við það að klára að útbúa te og jarðarber áður en það dimmir. Af hverju skiptir dagsbirtan þau máli? 17. Þegar þú hefur lesið kaflana Viltu ekki te? og Varúlfavesen endursegðu með þínum orðum hvernig Marta og Marius reyna að fá Láru og Úlfhildi til að innbyrða seyðið. Það má gjarnan lýsa þessu munnlega í stað þess að skrifa. 18. Í kaflanum Vonandi bítur hún engan gerist margt. Hér koma nokkrar hraðaspurningar, reyndu að svara þeim hratt í huganum um leið og þú hefur lesið kaflann: Fær Marius að gista aftur hjá Mörtu? Gengur planið upp að lokka Láru aftur inn í hús með dósamat og læsa hana inni í herbergi með reipinu? Hver er varúlfurinn úti? Hver kemur og bjargar Láru frá varúlfinum? 19. Hvernig náði Hvæsi alveg óvart að breyta Úlfhildi úr varúlfi aftur í konu?

76 77 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: Marta og Marius leita á netinu að upplýsingum um Varúlfa. Þau eru óviss um hvað af þeim upplýsingum sem þau finna eru öruggar og hvað er bara bull. Ræðið um trúverðugleika heimilda á netinu. Hvaða vefsíðum finnst ykkur að þið getið tekið mark á og hverjar eru líklegri til að innihalda einhverja vitleysu? Marta finnur til mikils kvíða í bókinni. Rifjið upp hvernig henni leið þegar þau voru að þrífa upp kattarmatinn og hvaða líkamlegu einkenni komu upp. Kannist þið við að hafa einhvern tímann liðið svona? Við hvaða aðstæður getur kvíði komið upp? Enn og aftur sýna Marta og Marius mikið hugrekki. Finnið dæmi í sögunni þar sem ákvarðanir þeirra og gjörðir flokkast sem hugrekki. Ræðið síðan muninn á hugrekki og fífldirfsku. Flettið saman bókinni og skoðið myndirnar. Geta myndir í bókum hjálpað lesendum að rifja upp söguna? Getið þið fundið myndir í bókinni sem segja meira en textinn sagði? Hvert finnst ykkur vera mikilvægasta hlutverk mynda í bókum? Grúskið á bókasafni Í Varúð, hér býr varúlfur segir: Líklega hefur hann aldrei lesið bók eftir Þorgrím Þráinsson. Farið á bókasafnið og finnið allar bækurnar sem eru inni eftir Þorgrím Þráinsson. Hverja hafið þið lesið? Hverja eigið þið eftir en viljið lesa? Veljið að minnsta kosti fimm titla og útbúið súlurit sem sýnir hversu margir í bekknum hafa lesið þær fimm bækur eftir Þorgrím. Búið til stiklu Nú eruð þið að búa til kvikmynd upp úr sögunni í bókinni. Til að auglýsa kvikmyndina þá klippið þið saman stiklu, eða sýnishorn úr myndinni. Myndina sjálfa þurfið þið ekki að búa til í alvörunni en stikluna ætlið þið að gera saman. Gott er að fræðast um kvikmyndagerð um leið (t.d. um hljóðupptöku, ljós og lýsingu, handritagerð, klippingu og fleira). Sjá nánar: https://vefir.mms.is/margmidlun/kvikmyndagerd/ Byrjið að ákveða hvaða atriði í sögunni þið viljið að komi fram í stiklunni. Veljið eitthvað sem vekur áhuga en skemmir þó ekki endann fyrir þeim sem svo færu á myndina. Skrifið handrit að stiklunni. Ákveðið hvar þið ætlið að taka upp og hvaða aukahluti þið þurfið (búningar, áhöld o.s.frv.) Takið upp myndina. Klippið stikluna og sýnið bekkjarfélögum ykkar. Ú A A A A A Ú Ú Ú Ú!

78 79 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Leslisti bekkjarins Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um varúlfa. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla, útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa spennandi bók um varúlf. Teningaritun Kastaðu teningi þrisvar sinnum. Í fyrsta sinn sérðu hver aðalpersóna sögunnar þinnar á að vera. Í öðru kasti færðu sögusviðið þitt. Og að lokum í þriðja kasti færðu uppgefna flækju eða vandamál sem persónan glímir við. Góða skemmtun. Punktar á teningi Persóna Sögusvið Flækja vampíra skógur pabbi persónunnar vaknar sem múmía jötunn hraunhellir persónan á afmæli en enginn hefur tíma til að koma í veisluna norn eyðimörk persónan minnkar og minnkar eftir því sem líður á daginn varúlfur heima hjá persónunni vinur persónunnar hverfur kötturinn Hvæsir neðansjávar persónan er með óseðjandi hungur leirþurs geimurinn persónuna langar að kunna að fljúga

80 81 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð – Hér býr … umskiptingur Fyrir lestur Hvað er umskiptingur? Veldu þá skýringu sem þér finnst líklegust að þú finnir í orðabókinni: Umskiptingur er skessa sem er klók að skipta á myndaspjöldum. Umskiptingur er bíll sem búið er að setja sumardekkin undir. Umskiptingur er gamall álfur sem hefur verið skipt út fyrir mannsbarn sem álfarnir hafa tekið. Umskiptingur er unglingur sem skiptir um hárgreiðslu. Umskiptingur er foreldri sem skiptir um skoðun sem kemur sér vel fyrir þig. Flettu upp orðinu umskiptingur í orðabók. Hafðir þú rétt fyrir þér? (ef ekki, merktu þá við rétt svar) Flettu í gegnum bókina: Hvað eru margar blaðsíður í bókinni? Hvað eru margar myndir í bókinni? Skoðaðu myndina á bls. 21. Lýstu fyrir einhverjum í kringum þig hvað þú sérð á myndinni án þess að sá sem hlustar sjái myndina. (Ef enginn er nálægur getur þú skrifað niður lýsinguna.) Hvaða kafli heldur þú að verði ógnvekjandi og af hverju? Hvaða kafla hlakkar þú mest til að lesa og af hverju? Hvaða kaflar hafa vísun í eitthvað sem hægt er að borða? Já Nei

82 83 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 2. Veldu a eða b a. Í kaflanum Hráar lummur kemur Marius seint til Mörtu. Teiknaðu andlitsmynd af honum sem passar við útlitslýsinguna í kaflanum Hráar lummur. Á meðan lestri stendur 1. Í kaflanum Við rúllum þessu upp sjáum við að Marta og Marius eru mjög ólík. Skrifaðu hjá þér hversu ólík þau eru þegar kemur að ... : ... skólatöskunni og öðrum eigum ... lestri og hvernig þau geyma bækurnar sínar .... því að ganga heim úr skóla

84 85 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 3. Segjum sem svo að svarið sé já við spurningunni: Er unglingaveiki smitandi? hvernig ætli hún smitist á milli manna? Og hvaða sóttvörnum væri hægt að beita gegn smiti? 4. Í kaflanum Eins og Lína langsokkur stendur: Rauð blokkin blasir við mér og ég fæ sting í magann. Hvernig líður Mörtu á þessari stundu? 5. Í kaflanum Hvað þýðir þetta? les Marta söguna Átján barna faðir í álfheimum. Hverju var skipt út fyrir barnið í sögunni? b. Farðu á netið og finndu uppskrift að lummum og settu hana hér í rammann: Lummur

86 87 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Og hvað átti bóndakonan að gera til að fá barnið sitt aftur? 6. Hver er heimsins besta draugafæla? Marius Þór Marta Hvæsir 7. Í lok kaflans Heimsins besta draugafæla? stendur Marius hjá Hvæsa. Hver heldur þú að sé þá inni í klettinum? 7. Í lok kaflans Heimsins besta draugafæla? stendur Marius hjá Hvæsa. Hver heldur þú að sé þá inni í klettinum? 8. Þessi orð koma öll fyrir í kaflanum Röddin í klettinum. Skrifaðu þau fyrir framan þá orðskýringu sem þú telur vera rétta: rígheldur gervibros smeykur skyndilega ámátlega snökt klökk tindra hræddur ferlega tilgerðarlegt bros grátkjökur, linur grátur heldur rosalega fast í eitthvað glampar á, ljóma allt í einu gráti nær, meyr, hrærð

88 89 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 9. Endursegðu með þínum orðum hvað gerist í eldhúsinu í kaflanum Eins og á bolludaginn. 10. Í kaflanum Ísbláu augun stendur: Álfkonan lítur loks af Þór og sendir mér í staðinn illt augnaráð. Ísblá augun eru gullfalleg en mér finnst sem þau gætu skotið leysigeislum. Marius horfir á mig biðjandi augum og vill greinilega sleppa úr sterkum faðmi álfkonunnar. Finndu að minnsta kosti eitt nafnorð í textanum: Finndu að minnsta kosti eitt sérnafn í textanum: Finndu eitt nafnorð í fleirtölu í textanum: Finndu að minnsta kosti eitt lýsingarorð í textanum: Finndu að minnsta kosti eitt sagnorð í textanum: 11. Af hverju tók Álfdís Marius? 12. Í kaflanum Mér er drullusama gerast eftirfarandi atburðir: Marius öskrar á Þór og kallar hann heimskan Mörtu langar að verða barnapía fyrir átján álfa Álfmundi finnst álfar vera betri en mannfólk Álfdísi finnst mannfólkið gullfallegt og skemmtilegt Kaflinn endar á því að Marta og Marius kyssast innilega 13. Hvað heldur þú að Hvæsi sé að hugsa í lok bókarinnar? Satt Ósatt

90 91 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Eftir lestur - hópverkefni Ræðið eftirfarandi í litlum hópum: 1. Hvernig væri lífið ykkar öðruvísi ef þið væruð eitt af átján systkinum? 2. (Hvernig væri til dæmis heimilið ykkar? Hvernig færi fjölskylda þín í ísbíltúr? En í ferðalög? Hverjir eru kostir þess að vera í mjög stórri fjölskyldu? Eru einhverjir gallar?) 3. Trúið þið á álfa? Þekkið þið dæmi þar sem trú á álfum kemur við sögu (t.d. tengt vegavinnu eða týndum hlutum)? 4. Vinátta. Hvernig liði ykkur ef vinur ykkar myndi breytast mikið í hegðun eða skapgerð? Hvað gæti útskýrt breytta hegðun eða breytt skap annað en að hann sé mögulega orðinn umskiptingur? Eigið þið að gera eitthvað ef þið takið eftir því að vinur virkar eins og önnur persóna? Hvað gætuð þið mögulega gert? Fyllið út í hugarkortið Hjálpist að við að rifja upp atburðarrás sögunnar og fyllið út í hugarkortið. Bókatitill Hvernig hefst sagan? Hvað gerist (eitthvað óvænt sem skapar vandamál)? Hvernig endar sagan (Hvernig leysist vandamálið)? Hver reynir að leysa vandamálið og hvernig?

Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 92 Varúð verkefni | © Menntamálastofnun 2023 | 2898 Grúskið á bókasafni Farið á bókasafnið eða grúskið á netinu og finnið bækur sem fjalla á einn eða annan hátt um álfa. Skrifið niður titil bókanna sem þið finnið og nöfn höfunda þeirra. Þegar allir hópar hafa fundið nokkra titla, útbúið þið einn bekkjarlista sem hægt er að skoða næst þegar ykkur langar til að lesa bók um álf eða álfa. Grúskið á netinu Marius leggst í rúmið með fæturna þar sem koddinn er og þannig líkt við Línu langsokk. Finnið út hver skrifaði sögurnar um Línu langsokk. Finnið svo að minnsta kosti fimm aðrar persónur sem sá höfundur skapaði og fimm aðra bókatitla eftir hann/hana. Hversu margar bækur hafið þið í hópnum lesið til samans eftir þennan höfund? HÖFUNDUR TITILL Leslisti um umskiptinga Á M M M J Á Á Á Á Á

2898

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=