Úti að aka

Til kennara Sum börn þarfnast skipulegrar þjálfunar í að lesa samhljóðasambönd í orðum til að þau nái góðri lestrarleikni. Tilgangur þessa bókaflokks er að vekja lestraráhuga og þjálfa nemendur í að lesa orð með sam- hljóðasamböndum. Við gerð þessarar bókar eru sérstaklega valin orð með sl, slj, sm, smj, sn og snj . Flest orðin í textanum eru börnunum kunnug og lögð áhersla á að myndefnið styðji vel við textann. Ábendingar um notkun: Forspá/umræður . Nemendur og kennari skoða bókina og ræða efni hennar út frá titli, kaflaheitum og myndum. Lögð er áhersla á að nota orðin sem koma fyrir í textanum. Orðaforði . Orð sem barnið skilur e.t.v. ekki þarf að útskýra. Dæmi: slitið, slæða, slánar, slydda, basl, sljór, snarast, snáfa, göslast . Fundin samheiti og andheiti ef það á við. Hljóðgreining . Kennari segir orð, barnið hlustar eftir tilteknu samhljóðasambandi. Hvar er það í orðinu? Æskilegt að nota fleiri orð en eru í textanum. Orðalestur . Kennari skrifar samhljóðasambandsorðin á lítil spjöld og æfir nemendur í að lesa þau stök. Auðvelda má lesturinn með því að búta orðin í lesbúta, dæmi: slá-nar . Sum börn þurfa æfingu í að lesa önnur orð í textanum, sjá orðakassa á bls. 16. Þar eru tekin út orð með tvöföldum samhljóða, samsett orð og orð með st og str en þau samhljóðasambönd eru æfð sérstaklega í sögunni Læstur inni og koma aftur hér. Hafa skal í huga að orð með samhljóðasambandi fremst og tvöföldum samhljóða inni í orði geta reynst byrjendum býsna erfið, t.d. snöggur. Lestur . Sagan lesin. Vakin athygli á spurningunum neðst á hverri síðu sem eru ætlaðar til að skerpa athygli og lesskilning. Ritun . Nemandi finnur orð í sögunni sem byrja á sl-, slj-, sm-, smj-, sn- og snj- . Venjulega er nóg fyrir barnið að fást við eina opnu í senn. Orðin skrifar barnið á blað eða í „orðabók“ og strikar undir sam- hljóðasambandið. Úrvinnsla . Í þessari sögu koma fyrir nokkur samsett orð. Tilvalið er að vekja athygli á þeim, láta barnið finna samsettu orðin og æfa það munnlega í að búa til samsett orð úr tveimur orðum eða jafnvel fleiri, dæmi: blóm – pottur, kerti – ljós, eldur – spýta – stokkur . Hér hentar vel að bera saman lengd orða. Kennarinn segir tvö orð, langt og stutt, og barnið reynir að átta sig á hvort er lengra. Oft hjálpar að klappa orðin. Æskilegt er að sýna líka orðmyndirnar og bera þær saman, telja t.d. stafina. Þá má skrifa orðin í „orðabók” og myndskreyta. Hér hentar vel að bera saman lengd orða. Kennarinn segir tvö orð, langt og stutt, og barnið reynir að átta sig á hvort er lengra. Oft hjálpar að klappa orðin. Æskilegt er að sýna líka orðmyndirnar og bera þær saman. Á vef Menntamálastofnunar eru verkefnablöð með sögunni.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=