Útgáfudagur - Haust 2019

WWW.MMS.IS 9 TÓNMENNT ÆVINTÝRI SÆDÍSAR SKJALDBÖKU Leikrit sem gerist í undirdjúpum sjávar. Það segir frá lítilli skjaldböku sem hefur fest sig í plasti og aðgerðum vina hennar til bjargar. Um er að ræða söngleik með 11 lögum en nótur og bókstafshljómar fylgja ásamt hljóðefni. Þar á meðal er undirleikur án söngs. Efnið hentar einkum nemendum í 4.–7. bekk og má setja á svið eða nýta til samlestrar í bekk. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Leikrit og 11 söngvar. Nótur og bókstafshljómar fylgja ásamt undirleik og söng. Ævintýri Sædísar skjaldböku | © Elín Halldórsdóttir |Menntamálastofnun 2019 | 09816 1 ÆVINTÝRI SÆDÍSAR SKJALDBÖKU Höfundur textaog tónlistar: ElínHalldórsdóttir Einkumætlaðnemendum í4.–7. bekk GULLVÖR – KENNSLUBÓK Í MÁLFRÆÐI FYRIR UNGLINGASTIG Gullvör er kennslubók í málfræði fyrir unglingastig sem er ætlað að þjálfa og kenna íslenska málfræði. Höfundur er Ragnar Ingi Aðalsteinsson Myndskreytir er Böðvar Leós EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Nemendabók, rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef. ÍSLENDINGAÞÆTTIR Þættirnir eru stuttar frásagnir frá miðöldum og tengjast oft öðrum stærri sögum. Þættirnir hafa verið einfaldaðir og gerðar orðskýringar og verkefni tengd frásögnunum. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Sögubók, prentaðri og rafbók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningum á vef. NÁTTÚRUGREINAR SAMAN GEGN MATARSÓUN Saman gegn matarsóun er verkefnabanki fyrir mið- og unglingastig þar sem farið er yfir matvælaframleiðslu og matarsóun og hvaða áhrif matvæli geta haft á samfélagið okkar í dag og fyrir komandi kynslóðir. Rafbókin samanstendur af 10 fjölbreyttum verkefnum um matarsóun í framleiðsluferli til matarsóunar á heimilum og skólum ásamt því hvaða fjárhagslegar og samfélagslegar afleiðingar það getur haft. Í rafbókinni eru einnig kennsluleiðbeiningar þar sem farið er yfir tengsl námsefnis við hæfniviðmið í náttúrugreinum, heimilisfræði og samfélagsgreinum og lykilhæfni. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Rafbók

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=