Útgáfudagur - Haust 2019

vor 2019 6 haust 2019 MYNDMENNT KENNSLULEIÐBEININGAR MEÐ FRJÁLSLESTRARBÓKUM Í DÖNSKU Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla 2013 eiga nemendur við lok grunnskóla að geta lesið sér til gagns, ánægju og þroska, smásögur og skáldsögur ætlaðar ungu fólki og myndað sér skoðanir á efni þeirra. Til að koma til móts við það gefur Menntamálastofnun út þrjár frjálslestrarbækur: Alarm , Scooter og Den nye lærer . Þær eru eftir danska höfunda og eru mismunandi að þyngd. Máltilfinning og orðaforði nemenda á erlenda málinu eykst með því að lesa. Bókunum fylgja kennsluleiðbeiningar og verkefni sem aðallega eru hugsuð til þess að aðstoða nemendur við lesturinn. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Rafbók, hljóðbók og kennsluleiðbeiningum HÖNNUN KÖNNUN Kennsluefninu Hönnun Könnun er ætlað að þjálfa nemendur í greinandi hugsun samhliða því að vinna á skapandi hátt. Um er að ræða 17 verkefni sem þjálfa nemendur m.a. í mynd- og táknlæsi, færni í greinandi, gagnrýninni og skapandi hugsun og fjölbreyttum leiðum við hugmyndavinnu, skissugerð og hönnunarvinnu. Lögð er áhersla á tengingu grafískrar hönnunar við grunnþættina sex og æfingar hugsaðar og flokkaðar út frá þeim og ýmsum snertiflötum þeirra við grafíska hönnun. Kennsluefnið er ætlað kennurum í grafískri hönnun og myndmennt á unglingastigi grunnskóla. Höfundur efnisins er Helga Gerður Magnúsdóttir. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Rafbók SJÁLFSAGÐIR HLUTIR Nær allt sem við snertum hefur verið hannað á einhvern hátt. Marga hluti í umhverfi okkar lítum við á sem sjálfsagða í daglegu lífi án þess að gefa því sérstakan gaum. Augnlinsur, tannstönglar, klósett og bréfaklemmur eru dæmi um hluti sem gegna allir á sinn hátt mikilvægu hlutverki og hafa jafnvel sannað gildi sitt sem „klassískir“ á þann hátt að endurnýjun eða endurhönnun virðist óþörf. Tækninýjungar, forvitni og útsjónarsemi einstaklinga hefur oftar en ekki haldist í hendur við að skapa eitthvað nýtt og óvenjulegt úr ýmsum hráefnum. Tilgangur með þessari rafbók er að vekja athygli á þeirri hönnun sem er í okkar nánasta umhverfi. Í skólastofunni eru dæmi um hluti sem teljast til hönnunarklassíkur en láta lítið yfir sér. Tillögur að verkefnum og vangaveltum fylgja hverri opnu. Það er á valdi hvers og eins hvort öll verkefnin eru unnin. Best er að lesa efnið í gegn áður en hafist er handa. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Rafbók

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=