Útgáfudagur - Haust 2019

WWW.MMS.IS 3 SAMFÉLAGSGREINAR GRÆNU SKREFIN! Kennslubók í umhverfismennt. Umhverfismennt stuðlar að því að fólk gefi umhverfi sínu gaum og beri umhyggju fyrir því. Í bókinni er unnið að því að skerpa skynjun nemenda á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin aðstæður. Bókin miðar að því að nemendur hugi að málefnum Jarðarinnar, taki eitt skref í einu. Hún bendir á leiðir sem hægt er að fara til að draga úr neyslu og endurnýta sem mest. Bókin er þýdd úr ensku og er höfundur Liz Gogerly en þýðandi er Margrét Tryggvadóttir. Höfundur kennsluleiðbeininga er Edda Pétursdóttir. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Grunnbók og kennsluleiðbeiningar á neti MARGT ER UM AÐ VELJA Meginumfjöllunarefni þessa námsefnis er atvinnulíf og störf, skólakerfi og sjálfsþekking og er hluti af náms- og starfsfræðslu. Markmiðið með náms- efninu er að nemendur öðlist færni í að velja nám og störf og rökstyðja val sitt út frá aðstæðum. Leitast er við að vekja áhuga nemenda á að fræðast um menntakerfið og atvinnulífið. Jafnframt er stefnt að því að vekja áhuga nemenda á því hvar hæfileikar þeirra og áhugi fái best notið sín. Efnið er endurskoðað og skrifaðir inn í það nýir kaflar. Höfundar eru: Berglind Melax, Berglind Helga Sigurþórsdóttir, Guðbjörg T. Vilhjálmsdóttir og Helga Helgadóttir. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Grunnbók og kennsluleiðbeiningum á vef FRELSI OG VELFERÐ – NÝ ÚTGÁFA Frelsi og velferð fjallar um tímann frá lokum síðari heimsstyrjaldar fram á síðustu ár. Bókin var fyrst þýdd úr norsku 2011 og staðfærð eftir föngum. Bókin var síðan uppfærð 2019 og bætt við helstu atburðum sögunnar frá árinu 2011 til 2019. Meðal efnis sem fjallað er um er stofnun Sameinuðu þjóðanna, kalda stríðið, átök í Vestur- og Mið-Asíu, sjálfstæði nýlendna, samruni og klofningur landa í  Evrópu, breytingar í loftslagsmálum, málefni flóttamanna hér á landi og erlendis, breytt landslag í heimi hryðjuverkaógnar og Ísland í veröld nútímans. Hljóðbók og kennsluleiðbeiningar hafa verið uppfærðar samhliða grunnbókinni. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: Grunnbók, rafbók, kennsluleiðbeiningum á vef og hljóðbók Náms- og starfsfræðsla BerglindMelax BerglindHelga Sigurþórsdóttir HelgaHelgadóttir Guðbjörg T.Vilhjálmsdóttir 40202 Margt er um að velja Áður fyrr var það reglan að fólk var í sama starfinuævina út. Í dag er reglan sú að fólk skiptir oft um starf vegna örra breytinga í atvinnulífinu. Þvímá segja að starfsferillinn breyti oft um ásýnd. Þetta er á ensku kallað “protean career” og er þá vitnað í gríska guðinn Proteus sem gat breytt sér ímargs konar skepnur. TeikningarHögna Sigurþórssonar vísa í sögnina af guðinum Proteusi. Það er starfsferill af þessari gerð sem flestir unglingar eiga fyrir höndum og það er tilgangur þessa efnis að búa þau sem best undir síbreytilegan starfsferil.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=