Útgáfudagur - Haust 2019

16 vor 2019 ÍSLENSKA – MIÐ- OG UNGLINGASTIG ÞRIÐJI SMELLUR Þriðji Smellur er nemendabók sem þjálfar lesskilning hjá nemendum á miðstigi. Í bókinni er að finna mismunandi texta, ásamt verkefnum til þjálfunar.Meginþemaðerunglingurinnenvíðaerleitaðfangaeftirtextum. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók og rafbók FIMBULVETUR Fimbulvetur tilheyrir flokknum Auðlesnar sögubækur sem er einkum ætlaður nemendum í 7.-10. bekk. Efnið höfðar sérstaklega til ungmenna. Sagan gerist í óljósri framtíð þar sem lífið neðanjarðar gengur sinn vanagang þar til nýr nemandi kemur í bekkinn. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók og rafbók LIMRUR Í bókinni er að finna leiðbeiningar um hvernig semja á limrur. Bókin er einkum ætluð nemendum á unglingastigi. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef SVEITIN – HEIMUR Í HENDI Sveitin er sjöunda lestrarbókin í flokknum Heimur í hendi fyrir nemendur á mið- og unglingastigi. Í bókinni fræðast nemendur um líf og störf þeirra sem búa og starfa í sveitum landsins. Aftast í bókinni eru orðskýringar og fjölbreytt verkefni. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók og rafbók SMÁTÍMASÖGUR Smátímasögur er safn smásagna einkum fyrir nemendur á miðstigi. Sögurnar eiga það sameiginlegt að hafa verið lesnar upp á degi íslenskrar barnabókar undanfarin 9 ár og koma nú út á prenti ásamt verkefnum. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók og rafbók

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=