Útgáfudagur - Haust 2019

14 vor 2019 MYNDMENT ÉG SÉ MEÐ TEIKNINGU Námsefninu er ætlað að efla nemendur í teikningu og sköpun og gera þá hæfa til að teikna eftir fyrirmyndum sem og eftir eigin ímyndun. Efnið er sett fram sem hugmyndabanki fyrir kennara til að búa nemendum aðstæður eða vettvang fyrir upplifun þar sem þeir læra í gegnum eigin reynslu. Tafla yfir hvaða hæfniviðmið eiga við hvert og eitt verkefni fylgir með. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: rafbók MYNDMENNT ÍSLENSKA – YNGSTA STIG LITLA-LESRÚN Litla-Lesrún er ætluð börnum í 2. bekk en í henni eru fjölbreyttar textagerðir og lesskilningsverkefni. Áhersla er á lestur og lesskilning, að nemendur æfist í að nota aðferðir sem auðvelda úrvinnslu, bæði munnlega og skriflega. Bókinni er ætlað að mæta áherslum í aðalnámskrá um að nemendur geti lesið mismunandi tegundir texta og ráði yfir aðferðum og leiðum til að skilja og túlka það sem þeir lesa. Þeir geti nýtt sér fjölbreyttan orðaforða og ráðið í merkingu orða út frá samhengi. Í kennsluleiðbeiningum eru settar fram ýmsar hugmyndir að því hvernig hægt er að kveikja áhuga nemenda á efninu og útvíkka efnisþætti. Hver kafli skiptist í: undirbúning og umræður, orðaforða, kveikjur og ítarefni sem og útvíkkun á verkefnum. Bent er á hvernig efnið samræmist hæfniviðmiðum aðalnámskrár. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=