Útgáfudagur - Haust 2019
13 WWW.MMS.IS STÆRÐFRÆÐI HUGTAKASAFN Í STÆRÐFRÆÐI Hugtakasafn í stærðfræði er ætlað fyrir nemendur, kennara, foreldra og alla þá sem vilja fá góðar útskýringar á hugtökum stærðfræðinnar. Fjölmargar skýringarmyndir fylgja með hugtökunum. Heftið er 74 bls. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: rafbók TÖLUBOXIÐ HENNAR ÖMMU Töluboxið hennar ömmu er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræðitengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um flokkun . Töluboxið hennar ömmu dettur niður á gólf og tölurnar þeytast út um allt. Er hægt að koma þeim aftur í boxið með því að flokka þær? Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt. Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og einnig nemendum við lestrarþjálfun. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, rafbók, hljóðbók og tveimur verkefnaheftum á vef RÚNA JAFNAR LEIKINN Rúna jafnar leikinn er lestrarbók fyrir byrjendur í lestri um stærðfræði- tengt viðfangsefni. Í bókinni er fjallað um sléttar tölur og oddatölur . Rúna og tvær vinkonur hennar fara saman í skemmtigarð. Þær komast svo að því að það getur verið erfitt að ákveða hver á að sitja hvar þegar aðeins eru tveggja manna sæti í tækjunum en ekki þriggja manna. Sagan tengir stærðfræði við daglegt líf nemenda á skemmtilegan hátt. Bókin nýtist kennurum við kennslu á nýju viðfangsefni og einnig nemendum við lestrarþjálfun. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, rafbók, hljóðbók og tveimur verkefnaheftum á vef
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=