Útgáfudagur - Haust 2019

WWW.MMS.IS 11 TÁKNMÁLSBÆKUR DRAUGASAGA DÓRA LITLA Draugasaga Dóra litla er skemmtileg saga í flokknum Auðlesnar sögubækur og er nú aðgengileg á táknmáli á vef Menntamálastofnunar. Bókin er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10 til 15 ára sem eiga erfitt með lestur eða geta ekki lesið langa texta. Bókin er skreytt lifandi teikningum. Hún er til á hljóðbók og er reiknað með að nemendur geti notað saman bók og hljóðbók. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Elsa G. Björnsdóttir MARGT SKRÝTIÐ HJÁ GUNNARI Gunnar er ekki eins og fólk er flest og gerir allt mögulegt skrýtið. Auðvit að á það sér skýringu eins og höfundur fjallar um á einkar hnyttinn hátt. Áð ur hafa komið út tvær bækur um Gunnar. Smábókaflokk Menntamálastofnunar er skipt í fimm þyngdarstig og e r Margt skrýtið hjá Gunnari í 3. flokki. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Kolbrún Völkudóttir. KOMDU OG SKOÐAÐU ÍSLENSKA ÞJÓÐHÆTTI Í þessarri bók sem er einkum ætluð nemendum í 3.–4. bekk, er fjallað um daglegt líf fólks á Íslandi fyrr á tímum. Bókin er 32 blaðsíður. Við gerð efnisins var tekið mið af áherslum í námskrá í náttúrufræði og samfélagsgreinum. Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra sá um þýðinguna yfir á íslenskt táknmál. Táknari er Júlía Hreins- dóttir.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=