Útgáfudagur MMS 30. apríl 2019

5 WWW.MMS.IS . .I ÍSLENSKA – YNGSTA STIG BÍLAMÚSIN - SMÁBÓK Bílamúsin er lestrarbók í flokki Smábóka en þær eru einkum ætlaðar börnum á yngsta stigi grunnskólans sem eru að læra að lesa. Lestrarbókum Menntamálastofnunar er skipt í fimm þyngdarstig og er Bílamúsin í 4. flokki. Lítil mús leynist í bílnum hans Péturs. Hann vill losna við músina en verður síðan mjög glaður þegar hún gerir nokkuð sem hann hélt að engin mús gæti gert! EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók og rafbók GALDRASKÓLINN - SESTU OG LESTU Galdraskólinn er lestrarbók í flokknum Sestu og lestu. Efnið hentar börnum á yngsta og miðstigi sem hafa náð undirstöðuatriðum lestrar. Aftast í bókinni eru nokkur viðfangsefni og fróðleiksmolar sem tengjast galdratrú á Íslandi. Katja fær óvænt boð um skólavist í galdraskóla og heldur glöð og spennt á heimavistina að Saurbæ. En galdranámið er erfiðara en hún átti von á og í skólanum lendir Katja í ýmsum spennandi ævintýrum. Bókinni fylgja lesskilningsverkefni til útprentunar. Í verkefnunum reynir á ályktunarhæfni og skilning, munnlega tjáningu, ritun og málfræði. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, rafbók, hljóðbók og lesskilningsverkefnum á vef KVEIKJUR - NÝ ÚTGÁFA Heildstætt efni í íslensku fyrir unglingastig. Kveikjur er fyrsta bókin af þremur. Þessi bók var áður gefin út í tveimur bókum, nemendabók og verkefnabók sem hafa nú verið endurskoðaðar og sameinaðar í eina bók. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, rafbók og kennsluleiðbeiningum á vef ÍSLENSKA – MIÐ- OG UNGLINGASTIG

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=