Útgáfudagur MMS 30. apríl 2019

vor 2019 12 haust 2018 DANSKA TAK, VERKEFNABÓK B Í verkefnabók B eru fjölbreyttir textar sem líklegt er að höfði til áhugasviðs nemenda. Verkefnin eru sett þannig upp að sum þeirra er gagnlegt að vinna áður en texti er lesinn, önnur á meðan lesið er og svo eru þau sem nemendur leysa eftir að hafa unnið með textann. Námsefnið Tak er fyrir unglingastig grunnskóla. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, verkefnabók A og B, rafbók, skapandi verkefnum, hljóðbók, hlustunaræfingum og kennsluleiðbeiningum TAK, SKAPANDI VERKEFNI B Með hverju þema nemendabókar fylgja skapandi verkefni til útprentunar. Þau eru merkt með tákni og nefnast Fyr løs, sem hægt er að þýða sem „láttu vaða“ og vísar í ósk höfunda um að nemendur þori að æfa sig í dönsku á skapandi og fjölbreyttan hátt. Í verkefnunum er megináhersla á munnlega færni. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, verkefnabók A og B, rafbók, skapandi verkefnum, hljóðbók, hlustunaræfingum og kennsluleiðbeiningum TAK, HLUSTUNARÆFINGAR B Um er að ræða hlustunaræfingar með verkefnabók B. Þar má finna frásagnir, lýsingar á myndum og samtöl. Verkefnin með hlustunaræfingum eru misjöfn að þyngd og lengd en tengjast orðaforða sem fram kemur í þemunum hverju sinni. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, verkefnabók A og B, rafbók, skapandi verkefnum, hljóðbók, hlustunaræfingum og kennsluleiðbeiningum TAK, KENNSLULEIÐBEININGAR A OG B Í kennsluleiðbeiningunum er fjallað almennt um námsefnið og um þær blaðsíður sem höfundar telja mikilvægt að útskýra nánar. EFNIÐ SAMANSTENDUR AF: nemendabók, verkefnabók A og B, rafbók, skapandi verkefnum, hljóðbók, hlustunaræfingum og kennsluleiðbeiningum

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=