Útbrot

92 HVERS VI RÐI ER HÖFU N DARRÉTTU R? Höfundarréttur gefur höfundi rétt til að ákveða hvað verður um verk hans eftir að það er afhjúpað. Hann ræður hvort einhver annar fái að nota verkið hans, í breyttu formi eða óbreyttu. Ef hann ákveður að einhver fái að nota verkið þá ræður hann hvort nafnið hans eigi að koma fram. Í orðabók er orðið höfundarréttur skilgreint svona: höfundar·réttur, höfunda·réttur KK lögfr. • réttur höfundar til (hug)verks síns, þ.e. réttur til að ráða nýtingu þess, að verki sé ekki breytt án samþykkis höfundar og að hans sé getið þegar verkið er birt (nær til bókmennta og hvers konar listaverka, teikninga, líkana, tölvuforrita o.fl.) Það er auðvelt að skoða höfundarrétt með bókmenntir í huga. Við vitum að ekki er í lagi að ljósrita útkomnar bækur og selja úti á götuhornum eða gefa í afmælisgjafir. Eins er ekki í lagi að lesa upp bók og senda út á hlaðvarpi eða í útvarpi nema með leyfi höfundar. Ekki má heldur nota hluta eða heild af bókmenntaverki og setja inn á netið, til dæmis sem bloggfærslur, án þess að höfundur hafi veitt leyfi. Þegar bók er tekin út af bókasafni þá fær höfundur bókarinnar greiðslu fyrir lánið. Í stuttu máli þá á höfundur textann sem hann skrifaði og engum er leyfilegt að nota hann, hvorki til ágóða né ánægju, nema með samþykki og yfirleitt greiðslu til höfundar. Höfundarréttur er líka mjög skýr þegar kemur að kvikmyndum og þáttagerð. Kvikmyndahús geta til dæmis ekki bara hlaðið niður kvikmyndum af netinu eða keypt myndir á DVD-diskum og sýnt í kvikmyndahúsum. Eigendur kvikmyndahúsa kaupa rétt til að sýna myndirnar og selja inn á sýningarnar. Sama á við um sjónvarpsþætti. Netveitur og sjónvarpsstöðvar þurfa að kaupa réttinn til að sýna efnið sem þær veita neytendum aðgang að. Annað væri brot á höfundarréttinum. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=