Útbrot

HVAÐA H I N DRU N U M H EFU R ÞÚ MÆTT Í BARÁTTU ÞI N N I? Mesta hindrunin er án efa þöggunin um blæðingarnar sjálfar. Fólk fer yfirleitt í klessu þegar einhver minnist á blæðingar. Aðallega karlmenn sem roðna og svitna þegar einhver nefnir túr og forðast umræðu um blæðingar eins og heitan eldinn. Líklega finnst þeim málið ekki koma sér við. Kannski er það vegna þess að konur eru heldur ekki duglegar að ræða blæðingar, ekki einu sinni sín á milli. Við hvíslum um þær og forðumst að tala opinskátt um líðan okkar. Við þurfum að breyta orðræðunni um blæðingar og brjóta niður fordóma og tepruskap. Við mótmælum því að eðlileg líkamsstarfsemi kvenna komi í veg fyrir að þær nái markmiðum sínum. Og gleymum því aldrei að blæðingar eru magnað fyrirbæri sem gerir kvenlíkamann stórkostlegan. Segjum öllum frá því! Takið þátt í herferðinni. Viðtalið er samið upp úr greininni „Period Poverty ‟ , sem birtist í tímaritinu Vouge 19. des. 2017 VERKEFN I 1. Hvað er #FreePeriods? 2. Hvað kveikti baráttuanda Amiku? 3. Amiku finnst þetta ósanngjarnt. Hvað er ósanngjarnt? 4. Hver á að sjá til þess að jafnrétti sé náð í þessum málum? 5. Hvernig hefur Amiku gengið að vekja athygli á málinu? Hefur hún lent í vanda? 6. Eru blæðingar feimnismál? Af hverju?/Af hverju ekki? 7. Stelpur eiga ekki að þurfa að borga sjálfar fyrir hreinlætisvörur er tengjast blæðingum. Ertu sammála? Eða ekki? Færðu rök fyrir máli þínu. 8. Hefur baráttumál Amiku náð til Íslands? Þekkir þú einhver dæmi um staði á Íslandi þar sem dömubindi og/eða túrtappar eru fáanlegir án greiðslu? 91

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=