90 ÁH RI FAVALDAR: BLÓÐUG BARÁTTA Amika George er 19 ára háskólanemi við háskólann í Cambridge. Hún er aðgerðarsinni og baráttukona sem undanfarin ár hefur stýrt herferðinni #FreePeriods. Eftir að Amika komst að því að fjöldi unglingsstúlkna í Bretlandi sleppti því að mæta í skóla á meðan á blæðingum stóð, af því að þær höfðu ekki efni á að kaupa sér dömubindi eða túrtappa, ákvað hún að láta sig málið varða. Hún nýtti samfélagsmiðla til að vekja athygli á málinu og skipulagði fjölmenn mótmæli í London þar sem þess var krafist að slíkar hreinlætisvörur yrðu aðgengilegar á skólasalernum landsins. HVAÐ VARÐ TI L ÞESS AÐ ÞÚ HÓFST H ERFERÐI NA? Ég las blaðagrein sem gerði mig orðlausa. Greinin fjallaði um fátækt í Bretlandi og m.a. var bent á að stúlkur frá fátækum heimilum hefðu ekki efni á dömubindum eða túrtöppum. Þær slepptu oft skóla í stað þess að eiga á hættu að lenda í vandræðalegum aðstæðum. Ég varð brjáluð! Ég meina, hvernig stendur á því að svona gerist í ríku landi eins og okkar? Ég ákvað að hefja undirskriftasöfnun til að hvetja forsætisráðherra okkar, Theresu May, að skaffa ókeypis dömubindi sem hægt væri að nálgast í skólum. HVERS VEGNA SKI PTI R ÞETTA ÞIG SVO NA M I KLU MÁLI? Einfaldlega vegna þess að þetta er ósanngjarnt. Þetta er enn ein hindrunin í baráttu kvenna fyrir jafnrétti. Það er ekki eins og við höfum val um það hvort við förum á túr eða ekki. Engin stelpa ætti að missa úr skóla bara vegna þess að hún á ekki dömubindi eða túrtappa. Og engin stelpa á að þurfa að mæta í skólann og hafa áhyggjur af því að það blæði í gegn fyrir framan alla bara af því að hún á ekki pening! Þetta er fáránlegt og ósanngjarnt. Blæðingar eru ekki feimnismál. Og þær eru heldur ekki vandamál kvenna. Ég vil að ríkisstjórnin sjái til þess að allar stúlkur hafi aðgang að þeim hreinlætisvörum sem þær þurfa. FRÆÐITEXTI FRÁSÖGN ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=