Útbrot

KETTI R – Í LJÓSI SÖGU N NAR Það er kúnst að hlusta á langan fyrirlestur og meðtaka það sem sagt er. Virka hlustun er þó hægt að æfa og í því felst þetta verkefni. Á Rás 1 er að finna fræðandi og skemmtilega þætti sem heita Í ljósi sögunnar . Þættina er einnig hægt að nálgast á vinsælu hlaðvarpi undir sama nafni. Í einum þætti fór Vera Illugadóttir, þáttastjórnandi, yfir sögu katta. Í þættinum er fjallað um sögu sambúðar katta og manna. Fjallað er meðal annars um nýjustu kenningar um upphaf kattahalds, kattatrú Forn-Egypta, hryllilegar kattapyntingar sem tíðkuðust til skemmtunar í Evrópu fyrir örfáum öldum og fyrsta köttinn í geimnum. Byrjaðu á því að lesa yfir spurningarnar. Hlustaðu á þáttinn og nýttu tækifærið þegar lagstúfar koma inn á milli til að leysa verkefnið. Lagstúfarnir eru mjög stuttir og það getur verið þjóðráð að gera hlé á þeim stöðum til að hafa lengri tíma fyrir verkefnin. VERKEFN I 1. Hvaða merkilegu uppgötvun gerðu frönsku fornleifafræðingarnir sem rannsökuð 9500 ára gamlar grafir á Kýpur? 2. Hvað gat villikötturinn í korngeymslunni étið? 3. Villikattartegundin „Felis silvestris lybica‟ kemur við sögu í þættinum. Hvað er merkilegt við þessa tegund? 4. Kötturinn fer sínar eigin leiðir. Hvernig lýsir það sér í þættinum? 5. Hver var Bastet eða Bast? 6. Af hverju kölluðu Forn-Egyptar ketti „Mau‟? 7. Hvað var merkilegt við borgina Bubastis? 8. Hvað gerðist ef fólk drap kött í Forn-Egyptalandi, jafnvel þó svo að það hafi verið fyrir slysni? FRÆÐITEXTI VI K H LUSTU N ÚTBROT B T ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT T ÚTBROT ÚTBROT 88

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=