Útbrot

e. Skapa peningar hamingjuna? Hver er ykkar skoðun? f. Hvað er mikilvægt að hafa í huga þegar maður ákveður að fá sér kreditkort? g. Eru lán skynsamur kostur? Finnið rök með og á móti. h. Hver er munurinn á innlánsvöxtum, útlánsvöxtum og dráttarvöxtum? i. Hvað er átt við þegar sagt er að einstaklingur beri fulla ábyrgð á fjármálum sínum þegar hann verður fjárráða? 3. Þú sækir um fullt starf hjá matvöruversluninni Snakkmeti. Þú ferð í atvinnuviðtal og færð að vita að launin eru 250.000 kr. á mánuði. Þú mátt byrja strax. a. Það er aldeilis frábært því þig vantar einmitt þá upphæð til að geta keypt þér bíl. Getur þú keypt bílinn strax á fyrsta útborgunardegi? Af hverju?/Af hverju ekki? b. Þig langar að byrja strax að borga í lífeyrissjóð og safna til elliáranna. Hvernig ferðu að því? c. Þú ert að grúska á netinu og sérð að verslunin Snakkmeti borgar þér lægri laun en leyfilegt er. Hvar er slíkar upplýsingar að finna? 4. Hvað er lán? Útskýrðu með þínum eigin orðum. 5. Berðu saman lán og kreditkort? Hvað er líkt og hvað er ólíkt? 6. Hvað getur þú gert til að sleppa við að taka lán? 7. Nefndu nokkrar góðar leiðir til spara. 87

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=