Útbrot

VERKEFN I 1. Í textanum er urmull orða sem þú þarft að skilja til fulls til að ná innihaldi textans. Gerðu þínar eigin orðskýringar. a. Gjaldmiðill b. Skiptimynt c. Fjármál d. Ábyrgð e. Ráðstöfunartekjur f. Neysla g. Að sanka að sér h. Lántaki i. Lánveitandi j. Vextir k. Eyðsla l. Sparnaður/að spara Bættu við þeim orðum sé þér finnst vanta í listann. 2. Umræður a. Hvað er átt við þegar sagt er að peningar séu mælikvarði á verðmæti? b. Það er hægt að eignast peninga með því að vera launþegi á vinnustað. Hvernig eignast fólk peninga með öðrum leiðum? Nefnið dæmi. c. Allir eiga að greiða tekjuskatt til ríkis og sveitarfélaga. Til hvers? Hvernig nýtist sá peningur? Vísbending: Hvernig er nám þitt í grunnskóla fjármagnað? d. Á Íslandi verða allir launþegar að greiða í lífeyrissjóð. Af hverju ætli það sé? 86

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=