Útbrot

82 HVAÐ ERU PEN I NGAR OG HVERN IG Á AÐ FARA M EÐ ÞÁ? HVAÐ SEG I R O RÐABÓ KI N? Peningur er gjaldmiðill sem almennt er tekið við sem greiðslu á skuld og fyrir selda vöru og þjónustu. Hlutverk peninga er þríþætt: 1. Mælikvarði á verðmæti. 2. Tæki til að varðveita verðmæti. 3. Gjaldmiðill til að greiða skuld. Þær eignir sem teljast til peninga á Íslandi eru seðlar, skiptimynt og veltiinnlán, þ.e. innstæður í lánastofnunum sem unnt er að ávísa á, t.d. með greiðslukortum. HVERN IG EIGNAST MAÐU R PEN I NGA? Hægt er að eignast peninga með ólíkum leiðum. Algengast er þó að stunda einhvers konar vinnu í skiptum fyrir peninga sem kallast þá laun. Launin miðast við kjarasamninga en þeir eru samkomulag milli stéttarfélaga og atvinnurekanda um ákveðin lágmarkslaun. Atvinnurekandi má þá ekki borga lægri laun en kjarasamningur segir til um. Unglingar geta sótt um störf, eins og garðyrkju- og þjónustustörf eftir 14 ára aldur. Einstaklingar verða fjárráða 18 ára og eftir það ráða þeir sjálfir yfir fjármálum sínum og bera þar með fulla ábyrgð á þeim. H EI LDARLAU N OG ÚTBORGUÐ LAU N – HVER ER M U N U RI N N? Heildarlaun er sú krónutala sem kemur fram á launaseðli. Upphæðin sem birtist á bankareikningi og kallast útborguð laun er þó mun lægri. Það er vegna þess að atvinnurekanda ber skylda til að draga ákveðna upphæð af laununum áður en þau eru greidd til starfsmanns/launþega. Peningurinn hverfur þó ekki. - Hluti fer inn á lífeyrissparnað launþegans. - Hluti er staðgreiðsla skatta. FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=