Útbrot

ÖRLAGALÍ NAN SEG I R TI L HVAÐ ÞÉR ER ÆTLAÐ Í LÍ FI N U SU M I R HAFA ÞESSA LÍ N U, AÐRI R EKKI. Ef línan - er djúp og skörp má segja að örlögin hafi mikið að segja um lífshlaup þitt. - er brotin eða breytir um átt mun líf þitt verða viðburðaríkt og mikið um breytingar. - byrjar við rætur líflínunnar merkir það að þú munir framkvæma mikilvæga og metnaðarfulla hluti á lífsleiðinni. - byrjar undir líflínunni og krossar hana á leiðinni munu samskipti þín við annað fólk skipa veigamikinn sess í lífi þínu. - snertir líflínuna á miðri leið muntu þurfa mikið á fjölskyldu þinni og vinum að halda og sömuleiðis verður leitað til þín eftir stuðningi og hjálp. Þú munt þurfa að færa fórnir en færð mikið til baka. VERKEFN I 1. Hver er tilgangur lófalesturs? 2. Er nóg að lesa bara í þessar fjórar línur? 3. Hvaða línu/línur á lófalesari að skoða ef hann vill sjá … a. hvernig eiganda lófans á eftir að vegna í ástarmálum? b. hvernig lífshlaup hans mun verða? c. hvernig týpa hann er? 4. Hvor höndin á þér er ríkjandi? 5. Lestu í lófa þinn. Hvað segja línurnar um þig? 6. Finndu tvo einstaklinga sem vilja láta lesa í lófa sinn. Skoðaðu línurnar og spáðu fyrir um framtíð og persónuleika. 7. Rómafólk kynnti Evrópubúum lófalestur. Lestu þér til um Rómafólk á Vísindavefnum. Gerðu hugarkort þar sem fram koma upplýsingar um uppruna, fólksfjölda, heimkynni, ofsóknir og tónlist. 68

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=