Útbrot

5 N EM EN DU R ALLRA LAN DA SAM EI N IST Aðgerðir Gretu vöktu fljótt athygli um allan heim. Ungmenni um víða veröld sáu þarna tækifæri til að hafa áhrif á framtíð sína og láta í sér heyra. Í desember 2018 höfðu meira en 20.000 nemendur í a.m.k. 270 borgum skipulagt föstudagssamkomur til að mótmæla aðgerðaleysi yfirvaldaí loftslagsmálum. Þúsundir ungmenna hópuðust saman m.a. á Íslandi, í Ástralíu, Austurríki, Belgíu, Kanada, Hollandi, Þýskalandi, Finnlandi, Danmörku, Japan, Sviss, Bretlandi og Bandaríkjunum. Skilaboðin voru skýr: Ungt fólk vill bregðast við vandanum, taka á honum af alvöru og það strax! Mótmælendur notuðu myllumerkið #FridaysForFuture til að skipuleggja fundi og hvetja til þátttöku. HVAÐ ÞARF MARGA FÖSTU DAGA TI L? Greta er ekki hætt. Hún ávarpaði fundarmenn á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember 2018 og krafðist aðgerða. Í janúar 2019 ferðaðist hún til Davos í Sviss til að hvetja Alþjóðaefnahagsráðið (WEF) og ýmsa stærstu leiðtoga viðskiptalífsins til að tryggja græna framtíð fyrir komandi kynslóðir. Ólíkt öðrum, sem mættu fljúgandi til ráðstefnunnar, ferðaðist Greta með lest og tók ferðalagið hana 32 klukkustundir. Ekki eru allir hrifnir af uppátæki Gretu og annarra ungra aðgerðarsinna. Greta hefur verið kölluð athyglissjúk og ýmsir gagnrýna hana fyrir að hvetja ungt fólk til að skrópa í skólanum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=