61 ORÐAFORÐI Orðaforði þinn mælist af þeim fjölda orða sem þú þekkir og getur notað í töluðu máli. Hér koma nokkur orð, ný og gömul, sem þú getur safnað í þinn orðaforðasarp. Tölva: Orðið tölva hefur verið til í íslensku síðan árið 1965 en ári fyrr eignaðist Háskóli Íslands sína fyrstu tölvu. Sigurður Nordal prófessor notaði fyrstur orðið tölva, sem þótti töluvert þjálla en rafeindareiknir sem notað var upphaflega. Hugmyndin að baki orðsins er að sameina orðin tala og völva. Orðið beygist eins og völva. Og nei, maður segir ekki talvaJ Falsfrétt: Orðið falsfrétt (í fleirtölu falsfréttir) er tiltölulega nýtt orð í íslensku en minnir á eldra orðið falskenning. Falsfréttir er hugtak sem notað er um vafasamar fréttir og upplýsingar sem dreift er til dæmis á samfélagsmiðlum. Falsfréttir geta þess vegna verið uppspuni frá rótum, bara til að koma röngum upplýsingum til fólks, t.d. til að bæta ímynd einstaklinga eða fyrirtækja. Stuttbuxur: Orðið stuttbuxur er eitt af þeim orðum sem manni finnst að alltaf hafi verið til. En það var Jónas Hallgrímsson sem fann upp á þessu snjalla og lýsandi orði. Jónas bjó til fjölmörg nýyrði og næst þegar þú heldur á tíu þúsund króna seðli þá getur þú ekki bara séð mynd af Jónasi heldur líka lesið brot úr ljóðum eftir hann, skrifuðum með hans rithönd. Nýyrði eftir Jónas eru m.a. orðin sjónauki, sporbaugur, ljóshraði, skjaldbaka, bringusund, páfagaukur og lambasteik. Í ÍSLENSKU SKI PTU M VIÐ ORÐU M Í ÞRJÁ FLO KKA EFTI R U PPRU NA ÞEI RRA: ERFÐAO RÐ: ORÐ SEM HAFA VERIÐ TI L Í ÍSLENSKU FRÁ ÞVÍ VIÐ LAN DNÁM (T.D. LAN D, VATN OG ÉG). NÝYRÐI: ORÐ SEM U RÐU TI L EFTI R AÐ LAN D BYGGÐIST OG ERU BÚ I N TI L YFI R NÝJ U NGAR (T.D. TÖ LVU PÓSTU R, AKBRAUT OG FLUGVÖ LLU R). TÖ KUORÐ: ORÐ SEM ERU TEKI N Ú R ERLEN DU M TU NGU MÁLU M OG AÐLÖGUÐ ÍSLENSKU (T.D. BÍ LL, DJASS OG BANAN I). FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=