Útbrot

4 Hún er fædd þann 3. janúar 2003 og býr með fjölskyldu sinni í Svíþjóð. Greta er yfirlýstur aðgerðarsinnimeð sérstakan áhuga á umhverfismálum. Greta er ágætur nemandi, greind með einhverfu (Aspergers) og áráttu-þráhyggjuröskun. Hún vakti heimsathygli árið 2018 þegar hún fór í skólaverkfall til að gagnrýna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart loftslagsbreytingum. Greta er grænkeri, er annt um kolefnisfótspor sitt og fjölskyldu sinnar og neitar að stíga upp í flugvél. SKÓ LAVERKFALLIÐ Haustið 2018 voru þingkosningar fram undan í Svíþjóð. Frambjóðendur kepptust um að kynnastefnusína og tala um það sem þeim þótti mikilvægast fyrir framtíð þjóðarinnar. Gretu var misboðið. Enginn virtist hafa áhyggjur af örum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á næstu kynslóðir manna og dýra. Hún ákvað að gera eitthvað í málinu. Þann 18. ágúst 2018 valdi Greta að mæta ekki í skólann eins og vanalega heldur fór að sænska þinghúsinu með mótmælaspjald. Hún vildi vekja athygli á loftslagsbreytingum og fara fram á að frambjóðendur til þings lofuðu að minnka kolefnislosun og fylgja Parísarsamkomulaginu. Greta mætti fyrir framan þinghúsið og dvaldi þar á skólatíma, alla daga fram að kosningum 9. september. Á mótmælaspjaldi hennar stóð: Skólaverkfall fyrir loftslagið. Eftir kosningarnar hélt hún mótmælunum áfram, alla föstudaga. ÞETTA ER GRETA TI NTI N ELEONORA ERN MAN TH U N BERG ÁH RI FAVALDAR: U NGU R AÐGERÐARSI N N I FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=