Útbrot

Framan af 20. öldinni notaði fólk nær eingöngu strigaskó í tengslum við íþróttaiðkun. En um 1950 breyttist það snarlega. Ungt fólk í Norður-Ameríku og Evrópu fór að sjást í strigaskóm. Og eftir að hinn ungi bandaríski leikari James Dean fór að ganga í Converse strigaskóm við gallabuxur árið 1955 varð allt vitlaust. Strigaskórnir voru orðnir tískuvara. Undir lok 20. aldar fengu framleiðendur þá hugmynd að fá þekktar íþróttastjörnur til að nota og kynna ákveðnar tegundir af strigaskóm. Þessi markaðsetning tókst ákaflega vel og jók vinsældir íþróttaskófatnaðar til muna. Besta dæmið um slíka herferð er þegar hinn heimsfrægi körfuboltamaður Michael Jordan samdi við Nike um að leggja nafn sitt við og auglýsa nýja tegund af strigaskóm sem þá voru að koma á markað. Skórnir, Air Jordans, urðu gríðarlega vinsælir á mettíma og eru enn í dag vinsæl söluvara. Síðustu áratugina hafa vinsældir þessa skófatnaðar aukist enn frekar. Ný vörumerki hafa litið dagsins ljós og náð miklum vinsældum t.a.m. Reebok, Vans, Asics og Yeezy. Útlit þeirra tekur stöðugum breytingum og tískustraumar ráða för við hönnun á nýjum skóm. Nú á dögum er hægt að fá skó í öllum litum og með ólíkri lögun auk þess sem skór eru hannaðir sérstaklega fyrir hverja íþróttagrein; gönguskór, hlaupaskór, körfuboltaskór o.s.frv. Allir framleiðendurnir keppast við að innleiða nýjustu tækni og efni í vörur sínar til að gera upplifun eigandans betri. VERKEFN I 1. Af hverju þóttu Keds skórnir vera betri en þeir strigaskór sem áður höfðu verið framleiddir? 2. Hvers vegna var farið að fjöldaframleiða Keds skóna? 3. Hvaða áhrif hafa bræðurnir Adi og Rudy haft á íþróttaheiminn? 4. Hvað varð til þess að strigaskórnir slógu endanlega í gegn og urðu vinsælir meðal ungs fólks? 5. Hvaða strigaskór gerðu Nike að einu vinsælasta vörumerki heims? Hvað olli þessum miklu vinsældum? 6. Bæði Keds og Converse skór hafa haldið vinsældum sínum í yfir hundrað ár og eru enn vinsæl söluvara, þrátt fyrir að hafa lítið breyst. Af hverju ætli það sé að þínu mati? 7. Enska heitið Sneakers á sér skemmtilega forsögu. Við Íslendingar kusum hið augljósa heiti: skór úr striga – strigaskór. En hvaða heiti hefði orðið fyrir valinu ef við hefðum fylgt fordæmi enskumælandi landa og valið eitthvað hnyttið? Settu fram þínar hugmyndir að nýyrði. 55

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=