Útbrot

U PPFI N N I NGAR: STRIGASKÓR Strigaskór eru ekki nýleg uppfinning eins og halda mætti í fljótu bragði. Hægt er að rekja sögu þessa vinsæla skóbúnaðar allt aftur á miðja 19. öld. Fyrstu þekktu pörin voru grófgerðir skór úr strigaefni með þykkum og stífum gúmmísólum. Lítið var lagt upp úr útliti og enginn munur var á lögun hægri og vinstri sóla. Þrátt fyrir það var ljóst að hér var á ferðinni ný tegund skófatnaðar sem fólk hreifst af. Rétt fyrir aldamótin 1900 var kynnt til sögunnar í Bandaríkjunum ný og þægilegri tegund af strigaskóm, sem samstundis varð gífurlega vinsæl. Þeir kölluðust Keds og voru með þunnum og sveigjanlegum gúmmísólum og mjúkum striga sem náði upp fyrir ökkla. Íþróttamenn úr ýmsum greinum féllu fljótt fyrir Keds-skónum og urðu þeir einnig vinsælir meðal almennings. Eftirspurnin var slík að árið 1917 hófst fjöldaframleiða á Keds-strigaskónum. Fljótlega var farið að kalla þessa fyrstu strigaskó Sneakers á ensku og var þá verið að vísa til þess að gúmmísólarnir væri svo mjúkir og hljóðlátir að auðvelt væri að læðast (sneak) um í þeim. Sama ár og þeir fóru í framleiðslu hannaði Marquis Converse sitt fyrsta par af strigaskóm, sem síðar varð þekkt sem Converse All-Stars. Bæði Keds og Converse skórnir hafa haldið vinsældum sínum fram á þennan dag. Vinsældir strigaskónna breiddust fljótt út um allan heim. Árið 1924 hannaði hinn þýski Adi Dassler skó sem hann nefndi eftir sjálfum sér; Adidas. Íþróttafólki sem notaði skóna fannst þeir bæta árangur sinn. Árið 1936 fengu skórnir alþjóðlega athygli þegar hlaupagarpurinn Jessie Owens hljóp til sigurs í Adidas skóm á Ólympíuleikunum í Berlín. Íþróttaskórnir hans Adi áttu eftir að verða þeir vinsælustu í heiminum. Líklega hafa strigaskór verið Dassler fjölskyldunni hugleiknir því bróðir Adi, Rudy Dassler, hannaði einnig sína eigin línu af íþróttaskóm sem notið hafa mikillar hylli. Rudi kallaði sína skó Puma. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT 54

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=