Útbrot

EI N RÆÐA FRÆÐITEXTI BÓ KM EN NTI R ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT Einræða er, eins og orðið gefur til kynna, eintal persónu. Hægt er að líta svo á að einræða sé andstæðan við samtal. Einræður má t.d. finna í grískum leikritum, verkum enska leikskáldsins William Shakespeare og í kvikmyndum. Dæmi er einræða persónunnar Jules Winnfield í myndinni Pulp Fiction þar sem hann flytur texta úr Gamla testamentinu. Annað dæmi er einræða Chaplins í klassísku myndinniEinræðisherrann . Einræður geta verið fyndnar, sorglegar, hvetjandi, upplýsandi og um allt milli himins og jarðar. Þeir sem hyggja á leiklistarnám þurfa oft að leggja á minnið einræður og flytja þær í inntökuprófi. Ímyndaðu þér að þú sitjir í leikhúsi. Ljósin í salnum eru slökkt og sviðið er alveg myrkvað. Allt í einu er kveikt á einum ljóskastara og beinist hann að manneskju. Hún opnar munninn og flytur einræðu: Stundum er eins og höfuðið á mér sé stútfullt af einskisnýtum fróðleik. Eins og til dæmis að flest banaslys í umferðinni gerast á laugardegi, meiri líkur eru á því að fá hjartaáfall á mánudegi en aðra vikudaga og að sólin veldur þriðjungi allra krabbameina. Þetta eru upplýsingar sem ég sanka að mér með því að hlusta á aðra. Vísifingur frelsisstyttunnar í New York er rúmlega tveir og hálfur metri á lengd. Ég tala ekki mikið og á ekki marga vini. Ekki núna. Ég átti fullt af vinum þegar ég var yngri. Svo breyttist allt eftir jólafríið í 7. bekk. Á lífsleiðinni eignast fólk að meðaltali um 396 vini og kunningja en aðeins eitt af hverjum tólf vinasamböndum endist. Gagnslausar upplýsingar flækjast fyrir mér, fyrir hugsunum mínum. Fánýtar og ónothæfar staðreyndir poppa upp í hugann þegar ég reyni að einbeita mér að samtölum. 7% allra íbúa Ameríku trúa því að kókómjólk komi beint úr brúnum beljum. Ég var áður vinsæl og það var eftirsóknarvert að koma heim til mín eftir skóla. Otrar haldast í hendur þegar þeir sofa til að þeir fljóti ekki hvor frá öðrum í svefni. Mamma og stjúpi voru eiginlega aldrei heima, þau unnu mjög mikið. 85% starfa sem unnin verða eftir árið 2030 eru ekki til í dag. Svo missti stjúpi vinnuna í lok nóvember, þegar ég var í 7. bekk. Smæsta bein líkamans er í eyranu. Fyrst var fínt að hafa hann alltaf heima þegar ég kom úr skólanum. En svo breyttist allt. Það er hægt að heyra ljón, sem er í 8 km fjarlægð, öskra. Hann var oft í skrítnu ástandi þegar ég kom heim. Jafnvægislaus og talaði óskýrt. Mamma fór ekki með hann til læknis og þau rifust mikið. Í upphafi 19. aldar var tómatsósa notuð sem meðal. Vinir mínir vildu ekki lengur koma heim til mín. Ég vildi ekki lengur vera heima hjá mér. Fingraför barna þurrkast út hraðar en fingraför fullorðinna. 50

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=