Útbrot

VERKEFN I 1. Hvað merkja orðin? Flettu þeim upp í orðabók eða á Snöru og kynntu þér merkingu þeirra. a. Landsbyggð b. Innheimta c. Öryrki d. Fargjald e. Sannreyna 2. Hvað þarf Arna að greiða fyrir ferðina á Bifröst? 3. Hvað eru það margir strætómiðar? Hvað kostar einn miði fyrir Örnu? 4. Langafi Örnu ákveður að skella sér með. Hann fær sérstakan afslátt. a. Hvað þarf hann að borga marga strætómiða? b. Hvað kostar farið fyrir hann? c. Þegar langafi kaupir miðann sinn þarf hann að sýna skilríki. Af hverju? 5. Hvað stoppar vagninn oft á leiðinni áður en komið er að Bifröst? 6. Ferðaáætlun breytist. Aron ákveður að koma inn í vagninn á Bifröst og saman ætlar fjölskyldan til Reykjavíkur. a. Aron á ekki strætómiða. Hvernig getur hann borgað farið? b. Hvað þurfa Arna og langafi hennar að bæta við mörgum miðum til að komast í höfuðborgina? c. Hvað kostar farið fyrir Aron til Reykjavíkur (Mjódd)? 7. Í Borgarnesi þurfa allir að yfirgefa vagn númer 59. Af hverju? 8. Hjá Strætó eru fjórir fargjaldaflokkar. Hverjir borga almennt fargjald? 9. Í næstu viku þarft þú að taka strætó til og frá skóla en átt hvorki strætókort né strætómiða. Hvað gerirðu? Nefndu nokkur dæmi. 10. Eitt af hlutverkum vagnstjóra er að athuga hvort fargjaldið sé gilt. Hvað er átt við með því? 11. Ekkert er minnst á hvað fargjald kostar fyrir fólk á aldrinum 0–6 ára. Hvernig ætli standi á því? 49

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=