Útbrot

​Rafíþróttir eru nú meðal fremstu íþrótta heims þegar kemur að verðlaunafé, áhorfi, umgjörð og stuðningi við atvinnuspilara. Næstu skref eru að skapa aðstæður og tækifæri sem leyfa flestum að iðka rafíþróttir á markvissan og heilbrigðan hátt og njóta góðs af. HVAÐ SEGJA SPI LARAR? Tölvuleikjasamfélagið á Íslandi er sífellt að styrkjast og keppendum sem standa framarlega í alþjóðlegum samanburði fjölgar hratt. Agnes Helgu- Antonsdóttir hefur spilað tölvuleiki frá níu ára aldri og stefnir nú á atvinnumennsku. „Mér finnst bara rosalega gaman að spila og mig langar að verða betri. Ég er líka gríðarleg keppnismanneskja, elska að keppa og helst vinna. Ég stefni þess vegna á að taka þátt í mótum bæði hér heima og erlendis. Núna er ég bara að æfa eins mikið og ég get svo ég nái markmiðinu sem fyrst. Ég er í flottu liði sem er skipað bæði strákum og stelpum og ég hef fulla trú á því að við eigum eftir að rústa keppnum í framtíðinni.‟ Hallgrímur Snær vill sjá sterkt íslenskt landslið taka þátt í alþjóðlegum mótum í náinni framtíð. „Við þurfum að hlúa vel að ungum spilurum og koma saman landsliði sem fyrst. Við höfum alla burði til að ná langt í greininni. Margir ungir spilarar sýna snilldartakta og gætu náð mjög langt ef þeir njóta stuðnings og góðrar þjálfunar. Það eru ótrúlega spennandi tímar framundan í þessari grein.‟ 1. Í dag er auðveldara en áður að halda stór keppnismót í rafíþróttum. Af hverju? Hvað hefur breyst? 2. Aðbúnaður atvinnuspilara hefur líka breyst. Hvernig? Nefnið dæmi. 3. Árið 2024 gæti skipt sköpum fyrir rafíþróttir. Hvers vegna? 4. Eru rafíþróttir alvöru íþrótt að þínu mati? Færðu rök fyrir máli þínu. 5. Í rafíþróttum eru ekki sérstakir karla- og kvennaflokkar líkt og í flestum öðrum íþróttagreinum. Af hverju ætli það sé raunin? 6. Af hverju ætli bestu rafíþróttalið heims vinni með næringarfræðingum og einkaþjálfurum? VERKEFN I 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=