Útbrot

„Hann var bara allt í einu kominn, synti hægt og rólega um og skoðaði hvalhræið. Síðan beindist athygli hans að okkur,‟ sagði Seaside við blaðamenn. „Við héldum ró okkar og fylgdumst með honum synda um. Eitt sinn kom hann alveg upp að mér. Ég rétti út höndina og snerti hann. Það var ótrúleg upplifun.‟ Kafararnir náðu ótrúlegum myndum af hvítháfnum sem gaf sér dágóðan tíma til að skoða aðkomumennina. Að öllum líkindum var hér á ferð Djúpblá sjálf, gríðarstór 6 m langur kvenhákarl sem var merktur undan ströndum Hawaii um aldamótin. Ef satt reynist er hér um að ræða um 50 ára gamlan hvítháf. „Ég sá fljótlega að hér var á ferðinni kvendýr. Og ég gæti trúað að hún ætti von á sér. Kviðurinn var svo gríðarlega mikill,‟ bætti Seaside við um leið og hún varaði fólk við því að halda til hafs í leit að hvítháfnum. „Hákarlar eru gríðarlega hættulegir ránfiskar sem við eigum að virða. Þeir eru engin lömb að leika sér við. Djúpblá var í góðu skapi þennan dag. Við vorum heppin. Ótrúlega heppin.‟ VERKEFN I 1. Hvaða frétt lýsir hákarlaárás? 2. Í hvaða frétt koma fleiri en einn hákarl við sögu? 3. Hvað má rekja mörg dauðsföll til þeirra atvika sem fram koma í fréttunum þremur? 4. Nefndu þrjár tegundir hákarla sem nefndar eru í fréttunum. 5. Af hverju taldi bráðaliðinn að sjóstangaveiðimaðurinn hefði orðið fyrir slysi en ekki árás? Hver er þín skoðun? 6. Til hvaða hákarlategundar telst Djúpblá? Af hverju á hún sér nafn frekar en aðrir af sömu tegund? 7. Myndir þú fara í hákarlaskoðunarferð með Marigold Seaside? Af hverju?/Af hverju ekki? Færðu rök fyrir ákvörðun þinni. 8. Í öllum fréttunum er vitnað í heimild eða heimildarmenn. Finndu þá og raðaðu í röð eftir áreiðanleika. Hver er áreiðanlegasta heimildin? Hver er síst áreiðanleg? 44

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=