43 21.10.2017 | 18:27 BRÁÐI N BEIT VEIÐI MAN N I N N Hákarlaárás átti sér stað undan vesturströnd Írlands síðastliðið laugardagskvöld. Samkvæmt fréttaveitunni BBC réðist hákarlinn á sjóstangaveiðimann sem fékk djúp sár en er ekki í lífshættu. Maðurinn var við veiðar á sjóstöng sína þegar hákarl beit á agnið. Þegar maðurinn kepptist við að draga hákarlinn um borð var hann bitinn í handlegginn. Áhöfnin brást skjótt við, veitti skyndihjálp og kallaði út björgunarbát. Maðurinn var fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans. Bráðaliðinn á björgunarbátnum, sem sótti manninn, telur ekki ástæðu til að hræða fólk og vill ekki flokka atvikið undir hákarlaárás. Frekar sé um óheppilegt slys að ræða þar sem atvikið hafi átt sér stað þegar veiðimaðurinn var að basla við að koma hákarlinum um borð í bát sinn og að meiðsli hans teldust ekki alvarleg. Auk þess átti slysið sér stað í mikilli fjarlægð frá landi og því óþarfi fyrir almenning að hafa áhyggjur. Áhöfn stangveiðibátsins telur að hákarlinn hafi verið svokallaður bláháfur. Ekki er það þó vitað fyrir víst því hákarlinn náði að sleppa frá veiðimönnunum. Bláháfur er ákaflega hraðskreiður hákarl, sem getur orðið allt að 200 kg og tæpir 4 metrar á lengd. Bláháfurinn er þekktur fyrir að gera skyndiárásir á önnur dýr og þar eru menn engin undantekning. 11.01.2019 | 10:13 DJ Ú PBLÁ H EI LSAÐI U PP Á KAFARA Hópur kafara sem í vikunni var í leiðangri í hafdjúpunum undan norðurströnd Oahu í Kyrrahafi upplifði ótrúlegt atvik þegar risastór hvítháfur, líklega sá stærsti í heimi, synti forvitinn í kringum þá dágóða stund. Marigold Seaside er mikil áhugakona um hákarla og hefur um langt skeið leitt skoðunarferðir með fólk á hákarlaslóðir undan ströndum Hawaii eyju. Síðastliðinn þriðjudag var hún að kafa með hópi fólks og fylgdist með tígrishákörlum éta hvalhræ þegar sex metra langur hákarl birtist skyndilega.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=