Útbrot

42 HÁKARLAÁRÁSI R 14.08.2015 | 14:25 KAFARAR Í HÆTTU STADD I R Hákarl réðist á ástralskan kafara á fimmtugsaldri við strendur Tasmaníu í morgun. Kafarinn var að kafa eftir hörpuskel ásamt dóttur sinni. Talsmaður lögreglunnar á Tasmaníu hefur staðfest lát mannsins. Að hans sögn voru feðginin bæði að kafa þegar árásin átti sér stað. Dóttir mannsins hafði farið til baka í bátinn á meðan faðir hennar kafaði aftur til að ná í meiri hörpuskel. Eftir dágóða bið þar sem ekkert bólaði á manninum varð dóttirin áhyggjufull og kafaði til að kanna málið. Þá sér hún að hákarl er að gera atlögu að föður hennar, sem reynir að koma vörnum við. Konan, sem er á þrítugsaldri, kom sér aftur upp í bátinn og kallaði eftir aðstoð með því að kveikja á blysi. Bátar sem staddir voru í nágrenninu komu samstundis aðvífandi og aðstoðuðu konuna við að hífa manninn upp með því að toga í súrefnisslöngu hans. Maðurinn var með mikla áverka þegar hann náðist um borð og lést stuttu síðar. Svæðið sem um ræðir er vinsælt meðal kafara. Að sögn lögreglu voru margir kafarar í sjónum þennan morgun, einmitt þegar árásin átti sér stað. Hákarlaárásir eru sjaldgæfar á svæðinu en hins vegar höfðu strandgæslunni borist tilkynningar um að sést hefði til hvítháfs í nágrenninu síðastliðna daga. Talið er að umræddur hákarl sé um 4,5 metra langur. FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=