Útbrot

VISSI R ÞÚ AÐ … fundist hafa steingervingar sem benda til þess að hvítháfar hafi synt um heimshöfin í a.m.k. 16 milljón ár. Sumir vísindamenn telja þá hafa verið til mun lengur. áður fyrr var talið að líftími hvítháfa væri um 25 ár. Nýjar rannsóknir benda hins vegar til að þeir geti orðið allt að 70 ára gamlir. þyngsti hvítháfur sem vitað er um mældist um 3000 kg eða um 3 tonn. Til samanburðar má benda á að lítill jeppi vegur um 1,5 tonn. fullvaxinn hvítháfur étur um 11 tonn af fæðu á einu ári. ef á reynir geta hvítháfar lifað í þrjá mánuði án þess að nærast. hákarlar búa yfir sex skilningarvitum; sjón, lykt, bragðskyni, snertingu, heyrn og rafskynjun. eitt sinn fannst hákarlstönn sem var rétt um 9 sentimetrar að lengd. VERKEFN I 1. Hvert er fræðilega heitið á hvíthákörlum? 2. Hvað gerist ef hvítháfur missir tönn? 3. Nefndu fjóra staði í heiminum þar sem lítil hætta er á að rekast á hvítháf. 4. Í hvaða tilgangi eru rafeindamerkin notuð? 5. Hvernig fengust upplýsingar um sundvenjur hvítháfa? 6. Hvernig fjölga hákarlar sér? 7. Hversu mörgum afkvæmum má búast við að hvítháfur gjóti í hvert skipti? 8. Hversu stór eru afkvæmin þegar þau fæðast? 9. Nefndu tvö skynfæri sem nýtast hákarlinum einna best við fæðuöflun. 40

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=