39 RÁN FISKAR Þrátt fyrir slæmt orðspor ráðast hvíthákarlar sjaldan á menn. Frá því skráning á árásum þeirra á menn hófst árið 1876 er vitað um 232 tilefnislausar árásir, þar af 63 banvænar. Sennilega eru fjölmargar árásir óskráðar, til dæmis var ekki óalgengt að sjóhraktir skipbrotsmenn á styrjaldartímum yrðu fyrir hákarlaárásum og hefur sumum þeirra örugglega lokið með því að enginn var til frásagnar. Flestar þeirra árása sem vitað er um hafa orðið undan Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna eða 88 talsins og við strendur Suður-Afríku er vitað um 46 árásir. Að mönnum undanskildum eiga hvíthákarlar fáa óvini enda eru þeir efstir í fæðukeðjunni. Þó eru heimildir fyrir því að háhyrningar ráðist á hvíthákarla auk þess sem stærri hákarlar ráðast á unga hvíthákarla á ýmsum stigum í uppvexti þeirra. Ekki er vitað hve stór alheimsstofn hvíthákarla er en vísindamenn hafa metið stofnstærðina á ýmsum afmörkuðum svæðum svo sem við Kaliforníu. Talið er að aðeins um 100 fullorðin dýr haldi sig þar að minnsta kosti hluta úr ári. Úr svari af Vísindavefnum BÚSVÆÐI HVÍTHÁFA ER Í NÆSTU M Ö LLU M H EI MSHÖFU M ÞAR SEM M EÐALH ITI N N ER M I LLI 12 OG 30 °C ÞEI R ERU FLESTI R VIÐ SUÐU RSTRÖN D ÁSTRALÍ U , VIÐ STREN DU R SUÐU R-AFRÍ KU , KALI FO RN Í U , VIÐ GUADALU PE EYJAR Í M EXÍ KÓ OG AÐ H LUTA Í M IÐJARÐARHAFI OG ADRÍAHAFI.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=