Útbrot

38 FJÖ LGU N Frjóvgun hvítháfa fer fram innvortis og klekjast eggin í legi kvendýrsins. Þegar ungviðið klekst út er það rúmlega 110 cm á lengd og venjulega eru fimm til tíu hákarlar í hverju klaki. Ungviðið nærist á ófrjóvguðum eggjum í leginu meðan á meðgöngu stendur en ekki hafa fundist beinar sannanir fyrir því að þau éti hvert annað. Gotið á sér sennilega stað seint á vorin eða snemma á sumrin og er ungviðið þá á bilinu 130-150 cm á lengd. Strax við got er það fullfært um að veiða sjálft smærri fiska enda komið með tiltölulega öflugar tennur. Móðirin skiptir sér ekkert af afkvæmunum eftir að þau eru komin í heiminn. Ungviðið vex hratt og er venjulega orðið rúmlega tveir metrar eftir fyrsta árið. FÆÐUÖFLU N Hvíthákarlar virðast beita sjón ekki síður en þefskyni við fæðuöflun og kann það að vera skýringin á því að þeir ráðast á brimbrettafólk en brimbretti eru að mörgu leyti lík sæljónum séð neðan frá. Hvíthákarlar eru afar sérstakir að því leyti að þeir fara með hausinn upp úr vatninu líkt og háhyrningar og horfa í kringum sig. Þetta styður það að þeir beiti sjónskynjun þegar þeir leita að fæðu en hvítháfurinn er eini núlifandi hákarlinn sem sýnir þetta atferli. Önnur skynfæri svo sem rafskynjun og heyrn eru einnig afar vel þróuð hjá hvíthákarlinum. Hvíthákarlar eru tækifærissinnar í fæðuvali og ráðast á allt sem þeir telja sig ráða við, sem er flest allt sem syndir í sjónum nema stærstu hvalir. LYKTARSKYN HÁKARLA ER SVO STERKT AÐ ÞEI R GETA FU N D IÐ LYKT AF EI N U M BLÓÐDROPA Í SJÓN U M Í ALLT AÐ 5 KM FJARLÆGÐ.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=