VERKEFN I 1. Í hvaða íþrótt var leikurinn sem leiklýsingin lýsir? Hvaða upplýsingar nýttir þú til að komast að því? 2. Af hverju byrjaði leikurinn 20 mínútum seinna en áætlað var? 3. Á hvaða mínútu er minnsti munur á stöðunni? Og á hvaða mínútu er mesti munur á stöðunni? 4. Hvað eiga leikmennirnir Hlynur og Jón Arnór sameiginlegt í þessum leik? Eitthvað sem þeir hafa aldrei áður átt sameiginlegt? 5. Á 14. mínútu er talað um að Portúgalar geti bitið frá sér. Hvað þýðir það? 6. Leiklýsandi beygir orðið Portúgalar sem Portúgalir. Oft í leiklýsingum má finna innsláttarvillur, málfræðivillur eða ranga málnotkun. Finnst þér skipta máli að leiklýsendur skrifi lýtalausa íslensku? Af hverju? Af hverju ekki? 7. Á 21. mínútu byrjar íslenska liðið með þristi og troðslu. Ræðið saman og finnið út hvað þessi tvö orð, þristur og troðsla, þýða. 8. Á 25. mínútu hefur læðst inn innsláttarvilla. Hvaða orð varð fyrir barðinu og hvernig á að skrifa það? 9. Á sömu mínútu í leiklýsingu notar leiklýsandi orðatiltækið „það má heyra saumnál detta‟. Hvað segir það okkur um stemminguna í húsinu? 10. Hver er stigahæstur íslenska liðsins í lok þriðja leikhlutar? 11. Hvað gerist á 38. mínútu? 36
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=