Útbrot

34 ÍSLAN D – PORTÚGAL Leiklýsingar er að finna á fréttaveitum. Þær eru skrifaðar af aðila sem fylgist með íþróttaviðburði og lýsir hann framgangi leiksins. Hægt er að fylgjast með helstu atburðum leiksins í rauntíma, þ.e. á meðan leikurinn fer fram. Skoðum leiklýsingu af vefveitunni www.mbl.is FRÆÐITEXTI ÉTTA I ÚTBROTT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT 40 Leik lokið Öruggur sigur 91:67 í síðasta leik Hlyns og Jóns Arnórs. 38 Staðan er 91:60. Hlynur og Jón Arnór fá núna heiðursskiptinguna og þakka áhorfendum fyrir samfylgdina. Hér rísa allir úr sætum og sýna þeim tilhlýðilega virðingu. 37 Staðan er 88:58. Hlynur setur niður þrist. Var ég of fljótur á mér að fullyrða að Ísland færi ekki í 100 stig? 36 Staðan er 83:58 fyrir Ísland. Ekki fer Ísland í 100 stigin en öruggur sigur handan við hornið. Hlynur hefur tekið 12 fráköst í leiknum. 32 Staðan er 76:54. Jón Arnór virkilega flottur í síðasta leiknum. Setur tvo þrista í röð í upphafi síðasta leikhluta og er búinn að setja niður fimm slíka í leiknum og hefur aðeins þurft til þess sex tilraunir. Er orðinn stigahæstur með 17 stig. 31 Fjórði leikhluti hafinn 70:49. Jón Arnór byrjar inn á í síðasta leikhlutanum. Meiðslin eru ekki alvarleg. 30 Þriðja leikhluta lokið Þriðja leikhluta er lokið. Staðan er 70:49 fyrir Ísland. Haukur er stigahæstur með 13 stig, Tryggvi með 12 og Jón Arnór 11. Jón hefur ekki komið aftur inn á eftir að hann meiddist á öxl. En mér sýnist að hann sé tilbúinn að koma aftur inn á. 25 Staðan er 60:40. Jón Arnór lenti í samstuði, féll við og lá eftir. Heyra hefði mátt saumnál detta í höllinni þegar Jón lá eftir og hélt um öxlina. Hann er stuttur af velli en óljóst hvort þetta muni aftra honum frá því að koma inn á aftur. Vonandi var þetta högg en ekki eitthvað annað. Það væri skárra. 24 Staðan er 60:40. Íslendingar eru einbeittir. Þeir ætla ekki að hleypa Portúgal inn í leikinn. 21 Staðan er 55:35 fyrir Ísland. Okkar menn byrja síðari hálfleik á þristi frá Jóni og troðslu frá Herði Axel. Vel gert.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=