Útbrot

MÁLVERKI N U STO LIÐ 1994Tveir menn brutust inn í ríkislistasafnið og stáluÓpinu (málað árið 1893). Þeir skildu eftir miða þar sem þeir þökkuðu kærlega fyrir lélega öryggisgæslu. Safninu barst lausnargjaldskrafa upp á eina milljón dollara en stjórn þess ákvað að verða ekki við henni. Árið 1994 tókst að hafa uppi á málverkinu í flókinni aðgerð norsku og bresku lögreglunnar. Það er nú geymt á ríkislistasafninu eins og áður. 2004Grímuklæddir menn vopnaðir byssum ruddust inn í Munch safnið í Osló um hábjartan dag og stáluÓpinu (málað árið 1910) og verkinu Madonna , eftir sama listamann. Þjófarnir komust undan. Rúmu hálfu ári seinna handtók norska lögreglan nokkra menn sem síðar voru dæmdir og fangelsaðir fyrir ránið. Ekki tókst að hafa uppi á málverkunum og talið var að þau hefðu verið eyðilögð. Árið 2006 fundust þó bæði verkin í þokkalegu ásigkomulagi og hanga nú á sínum stað á Munch safninu. VERKEFN I 1. Hvaða málverk er elst? 2. Hver málaði verk sem síðar var sýnt á safni í Bandaríkjunum? 3. Málverkin þrjú eru máluð á mismunandi efnivið. Nefndu alla. 4. Hvaða listamaður notar fleiri en eina tegund af litum við vinnu sína? 5. Hvaða listaverk er ekki til sýnis í heimalandi listamannsins? 6. Hvert listaverkanna er rétt tæpur metri á hæð? 7. Þú vilt sjá verkin með eigin augum. Hvernig ferðu að því? 8. Ópinu var stolið tvisvar sinnum en þjófarnir stálu þó ekki sama málverkinu. Hvernig getur það staðist? 9. Í seinni heimsstyrjöldinni varMona Lisa flutt af Louvre listasafninu og falin á óþekktum stað. Hvers vegna var það gert? 10. Frægur listmálari var eitt sinn grunaður um stuld á frægu málverki. a) Hver var það og hvaða verki var hann sakaður um að hafa stolið? b) Aflaðu þér upplýsinga um listmálarann. Hvaðan var hann? Hvar bjó hann og starfaði? Hvað einkennir myndlistarstíl hans? Nefndu nokkur fræg verk eftir hann. 32

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=