Útbrot

31 TÓN LEI KARN I R (TH E CONCERT) Listamaður: Johannes Vermeer Þjóðerni: Hollendingur Ár: Líklega frá árinu 1664. Efni : Olía á striga Stærð: 72,5 cm x 64,7 cm Staðsetning: Óþekkt Nokkrar staðreyndir: Isabella Steward Gardner keypti verkið á uppboði í París árið 1892 og flutti með sér til Boston í Bandaríkjunum. Þar var málverkið til sýnis í listasafni Isabellu sem var nefnt eftir henni. MÁLVERKI N U STO LIÐ 1990 Kvöld eitt í mars laumuðust nokkrir menn inn í Gardner safnið í Boston dulbúnir sem lögreglumenn. Þeir höfðu á brott með sér þrettán verðmæt listaverk, þar á meðal Tónleikana hans Vermeers. Allt fram á þennan dag veit enginn hvað varð af verkinu. Það er talið vera verðmætasta listaverk í heimi sem enginn veit hvar er niðurkomið og er verðmetið á rúma 24 milljarða. ÓPIÐ Listamaður: Edvard Munch Þjóðerni: Norðmaður Ár: 1893–1910 Efni: Olía, vatnsmálning og pastellitir á pappa Stærð: 91 cm x 73,5 cm Staðsetning: Í norska ríkislistasafninu og á Munch safninu í Osló. Nokkrar staðreyndir: Verkið er til í fjórum útgáfum sem listamaðurinn gerði á árunum 1893–1910 ýmist með olíu- eða pastellitum. Eitt verkanna er í einkaeigu, tvö eru geymd í Munch safninu og eitt í ríkislistasafninu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=