30 ÓMÓTSTÆÐI LEG MÁLVERK Listamaður : Leonardo da Vinci Þjóðerni: Ítali Ár: Líklega unnið á árunum 1503–1506 Efni : Olía á við (asparpanell) Stærð : 77 cm x 53 cm Staðsetning : Louvre listasafnið í París, Frakklandi Nokkrar staðreyndir: Leonardo málaði Monu Lisu í Flórens á Ítalíu. Verkið varð eign franska konungsveldisins eftir lát listamannsins, árið 1519, en ekki er vitað hvernig það vildi til. Eftir frönsku byltinguna var það flutt í Louvre safnið en fékk ekki að hanga þar í friði. Til að mynda fékk herforinginn mikli, Napóleon Bonaparté, verkið að láni í nokkur ár til að hafa í svefnherbergi sínu. Þegar Frakkar tóku þátt í stríðsrekstri á 19. og 20. öld var Mona Lisa reglulega flutt á milli staða til að tryggja öryggi þessa verðmæta málverks. Verkið skilaði sér þó alltaf aftur í listasafnið og hefur fengið að vera þar í friði síðustu áratugi. MÁLVERKI N U STO LIÐ 1911 Þann 21. ágúst varMonu Lisu stolið af Louvre listasafninu. Stuldurinn uppgötvaðist þó ekki fyrr en daginn eftir. Safninu var þegar lokað og rannsókn lögreglu hófst. Franskt skáld, Guillaume Apollinaire var fangelsaður, grunaður um verknaðinn. Hann skellti skuldinni á vin sinn, listmálarann Pablo Picasso sem var yfirheyrður í þaula. Þeir voru báðir sýknaðir. Það var ekki fyrr en að tveimur árum liðnum að þjófurinn gaf sig fram. Hann var starfsmaður listasafnsins, af ítölskum ættum og taldi að meistaraverk Leonardos ætti með réttu að vera á ítölsku listasafni. Ránið gekk nokkuð auðveldlega fyrir sig, þjófurinn hafði gengið inn í sýningarsalinn á opnunartíma, falið sig í kústaskáp þar til safninu var lokað. Þá tók hann málverkið niður af veggnum, vafði því inn í frakkann sinn og gekk út um starfsmannainnganginn. Málið taldist upplýst og verkiðMona Lisa komst aftur á sinn stað, óskaddað. MONA LISA FRÆÐITEXTI ÚTSKÝRI NGAR FRÁSÖGN ÚTBROT R T ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT T ÚTBROT ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=