5. Mældu! a. Finndu í textanum hvað fílafuglinn var hár og fáðu bekkjarfélaga til að aðstoða þig. Biddu þá um að leggjast á gólfið, hlið við hlið. Hvað þarftu marga bekkjarfélaga til að ná sömu lengd og fílafuglinn var? En ef þeir leggjast endilangir, hvað þarftu þá marga bekkjarfélaga til að aðstoða þig við að ná hæðinni? b. Finndu í textanum hvað vænghaf risavöxnu drekaflugunnar var langt. Hvað þarft þú mörg A4 blöð til að ná sömu lengd? 6. Ef þú mættir velja tvær dýrategundir til að vernda frá útrýmingu, hvaða tvær tegundir myndir þú velja? Af hverju þessar tegundir? Aukasprell: Safnaðu saman svörum bekkjarfélaga þinna og útbúðu línurit með niðurstöðunum. 7. Gerðu einfalt hugarkort í vinnubók eða tölvu af dýrum í útrýmingarhættu, þar sem eftirfarandi spurningum er svarað: • Hvað þýðir orðið útrýmingarhætta? • Hvað heldur þú að við getum gert til að vernda þau dýr sem eru í útrýmingarhættu? • Finnst þér skipta máli hvort dýr deyi út? Af hverju/Af hverju ekki? Ræðið niðurstöður í bekknum. VÆNGHAF 27
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=