Útbrot

RISAVAXNAR DREKAFLUGU R Stærsta skordýr sem hefur lifað á jörðinni er risavaxin drekafluga. Hún sveimaði um loftin fyrir um 300 milljónum árum, eða á svokölluðu kolatímabili. Vænghaf hennar var um 65–70 cm. Árið 1885 fann franskur steingervingafræðingur steingerving af flugunni og skýrði hana Meganeura, sem þýðir stórar taugar. Nafnið vísar í taugakerfið sem sést á vængjum skordýrsins. Vísindamenn hafa velt fyrir sér hvernig flugurnar náðu þessari risavöxnu stærð. Þeir telja að ástæðan sé hversu súrefnisríkt loftslagið var og eins að á þessum tíma voru fá rándýr á jörðinni og á flugi. Landslagið á jörðinni var allt öðruvísi en við þekkjum það í dag og stór skriðdýr og spendýr voru ekki til. Lífríkið á jörðinni hélt áfram að þróast og risaeðlur urðu til. Talið er að flugeðlur hafi étið risavöxnu drekaflugurnar og þær því dáið út. Eins er talið að loftslagið hafi breyst og skilyrðin fyrir vöxt risaskordýra versnað. 1. Hvað veistu um nashyrninginn Sudan? 2. Hvers vegna er ein undirtegund hvíta nashyrningsins við það að deyja út? 3. Lykilorð skipta miklu máli þegar skilja á texta, þau hjálpa okkur að muna aðalatriðin. Finndu a.m.k. þrjú lykilorð í textanum um fílafuglinn. Skrifaðu þau niður og útskýrðu af hverju þú valdir þessi orð. HJÁLP! PSSST … H ÉR VELU R ÞÚ O RÐ EI NS OG T.D. MADAGASKAR OG SEG IST HAFA VALIÐ ÞAÐ TI L AÐ M U NA AÐ FÍ LAFUGLI N N BJÓ Á ÞEI RRI EYJ U. 4. Hvernig heldur þú að það hafi hjálpað risavöxnu drekaflugunum að það voru fá rándýr á svæðinu? EFTI RLESTU R 26 Steingervingar eru steinrunnar leifar dýra og plantna, varðveittar í jarðlögum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=