24 ÁÐU R EN ÞÚ LEST M EÐAN ÞÚ LEST 1. Skoðaðu fyrirsögnina, undirfyrirsagnir og myndirnar. Um hvað heldur þú að textinn muni fjalla? 2. Hvað veistu um efnið nú þegar? 3. Hvað væri gott að vita meira um efnið? 1. Stoppaðu við hverja efnisgrein og hugsaðu um hvort þú hafir skilið það sem þú varst að lesa. Þú getur t.d. endursagt innihaldið með eigin orðum í huganum áður en þú lest næstu efnisgrein. 2. Flettu upp orðum sem þú skilur ekki. ÞAÐ SEM ÁÐU R VAR EN ER EKKI LENGU R Mörg dýr eru í útrýmingarhættu. Nashyrningurinn Sudan komst í heimsfréttirnar árið 2018 þegar hann drapst. Hann var síðasta karldýrið af annarri af tveimur undirtegundum hvíta nashyrningsins. Eftir standa tvö kvendýr af þessari tegund og höfðu vísindamenn vonast til þess að Sudan og annað kvendýrið myndu eignast afkvæmi. Það gekk ekki eftir. Aðeins framtíðin mun leiða í ljós hvort vísindamönnum takist með erfðaefnum að endurskapa tegundina. Ef ekki þá deyr þessi tegund nashyrninga út þegar bæði kvendýrin drepast. Forfaðir tegundarinnar var uppi fyrir 30 milljónum árum, síðan hefur tegundin þróast og þrifist á jörðinni. Tilvist tegundarinnar hefur verið ógnað vegna veiðiþjófa og ágangs mannsins á landsvæði nashyrninganna. Fleiri tegundir eru í bráðri útrýmingarhættu. Dæmi um dýrategundir sem fólki ber að vernda gegn útrýmingu eru risapöndur, fjallagórillur, indverska tígrisdýrið, ljón, gíraffar, fílar og flóðhestar. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=