VERKEFN I 1. Textinn segir sannarlega sögu. Á hvaða tíma heldur þú að sagan gerist og hvað hjálpar þér í textanum til að finna út tímabilið? Ræðið saman og leitið á netinu eftir vísbendingum. 2. Hvaða stofnun var Gaggó-Vest? 3. Kennarar eru frekar óhamingjusamar verur í þessum texta. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem sýna að þeir hafi e.t.v. ekki gaman af vinnunni sinni eða unglingum yfirhöfuð. 4. Finndu a.m.k. þrjú atriði sem lýsa nemendahópnum og gætu útskýrt af hverju kennararnir eru e.t.v. ekki kátari í vinnunni. 5. Sagnorðið að vitka kemur fyrir í öðru erindi. Hvað þýðir það? 6. Fyrstu tvær línurnar í fjórða erindi eru brandarar. Af hverju eru þessar spurningar broslegar? 7. Frá Lifrarpolli ljót berast org segir í textanum. Hvaða breska borg hefur fengið íslensku beinþýðinguna Lifrarpollur í vísunni? 8. Af hverju hækkaði Andrés bara sí svona í 8. erindi? 9. Í lokaerindinu kveður nemandinn kennarann. Lýstu tilfinningunni eða stemmingunni í erindinu eins og þú skilur hana. 10. Skoðaðu ljóðið út frá rími og ljóðstöfum: a. Hvernig rím notar skáldið? b. Finndu ljóðstafina í erindi númer tvö. 11. Ritunarverkefni: Veldu annaðhvort verkefni a eða b: a. Í einræðu kennarans, í 9. erindi, gerir kennarinn heldur betur lítið úr nemandanum. Settu þig í spor nemandans og skrifaðu formlega kvörtun til skólastjórans þar sem þú lýsir framkomu kennarans og hvernig þér leið. b. Þú ert kennarinn, nýkominn heim úr vinnunni og þar bíður makinn þinn. Segðu makanum hvernig þér líður eftir daginn í vinnunni og hvernig nemendur haga sér. 23
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=