Þá leit fyrsta ísvélin dagsins ljós, nánar tiltekið árið 1843. Hin bandaríska Nancy Johnson hannaði vél sem allir gátu notað. Vélin var handhæg, skál úr málmi var komið fyrir í íláti sem var litlu stærra. Hún bjó yfir einfaldri kælitækni er samanstóð af klaka og salti. Mun færri klaka þurfti til verksins en áður, þar sem svæðið milli skálar og íláts var ekki mikið. Lok var á vélinni sem flýtti fyrir kælingu rjómans og sérstök sveif, sem náði niður á botn innri skálarinnar, auðveldaði ísgerðarfólki að hræra í blöndunni. Ísgerðin tók nú mun styttri tíma og fólk um allan heim gat útbúið sinn eigin ís á einfaldan hátt. Á næstu áratugum þróaðist ísgerð hratt, sérstaklega eftir að frystitækni kom til sögunnar. Hönnun frú Johnson hefur staðist tímans tönn og er undirstaða í flestum ísvélum nútímans. Við eigum henni mikið að þakka. VERKEFN I 1. Langar þig í ís núna? 2. Hvernig var fyrsti ísinn sem sögur fara af? 3. Hvað varð til þess að Evrópubúar kynntust ís? 4. Af hverju heldur þú að rjómaís hafi ekki verið til á öllum heimilum á 17. og 18. öld? 5. Hvað eigum við Nancy Johnson að þakka? 6. Hvað varð til þess að ísgerð þróaðist hraðar en áður? 7. Í textanum er gróf lýsing á hönnun ísvélarinnar. Hvernig heldur þú að vélin hafi litið út? Skissaðu á blað það sem þú sérð fyrir þér. Nýttu textann og ímyndunaraflið. 21
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=