Útbrot

U PPFI N N I NGAR: RJÓMAÍSI N N Mig langar í ís! Flest þekkjum við þá tilfinningu að langa rosalega mikið í ís. Vanilluís, súkkulaðiís eða jarðarberjaís, með eða án dýfu, í boxi eða brauðformi. Og hvað gerum við? Jú, við opnum frystinn, skreppum í matvörubúð eða ísbúð eða setjumst inn á kaffihús eða veitingastað. Ís er fáanlegur á flestum stöðum. En það hefur ekki alltaf verið svo. Ekki er vitað nákvæmlega hver fann upp ísinn né hvenær. Þó er að finna gamlar sögusagnir um ísneyslu langt aftur í aldir. Alexander mikli gæddi sér víst iðulega á snjó sem bragðbættur var með hunangi. Rómverski keisarinn Neró skipaði þjónum sínum reglulega að ganga til fjalla í þeim tilgangi einum að sækja snjó sem síðan var bragðbættur með margs konar ávöxtum. Sagan segir að landkönnuðurinn Marco Polo hafi haft í fórum sínum uppskrift af krapís þegar hann sneri heim til Ítalíu úr ferðalagi sínu um Asíu á 13. öld. Sú uppskrift tók breytingum í tímans rás og barst víða um Evrópu. Rjómaísinn kom svo fram á sjónarsviðið í Englandi og Frakklandi á 16. öld. Hann náði miklum vinsældum sem eftirréttur en þó eingöngu hjá kóngum og öðru aðalsfólki. Ísgerðin tók langan tíma. Stórum málmpotti með rjóma og öðrum innihaldsefnum var komið fyrir í íláti fullu af klaka. Því næst var hrært í pottinum með sleif í óralangan tíma þar til ísblandan þykknaði. Verkið var erfitt og tímafrekt og á þessum tíma var ekki auðvelt að verða sér úti um klaka eða ísklumpa. Það var svo árið 1660 að fyrsta kaffihús Parísarborgar, Café Procope, bauð upp á rjómaís á matseðli sínum. Almenningur smakkaði þar ís í fyrsta skipti en það liðu þó næstum 200 ár þar til hann náði vinsældum. FRÆÐITEXTI ITEXTI ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT ÚTBROT 20

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=