VERKEFN I 1. Hvað þýðir fyrir utan landsteinana ? 2. Hver ferðanna er styst af þeim sem eru í boði? 3. Raðaðu hátíðunum niður eftir þyngd farangurs sem þú mátt hafa með. Þyngsti kosturinn fyrst. 4. Af hverju telur þú að Hróarskelduhátíðin dragi nafn sitt? 5. Þú átt tveggja vikna sumarfrí frá 10. júlí og þig langar að kíkja á tónlistarhátíð. Getur þú komist á einhverja af þessum þremur hátíðum með Tónferðum? 6. Fyrir þann sem hlustar mest á raftónlist, hvaða hátíð myndi henta best? 7. Hvaða hátíð er styst og hvaða hátíð er lengst? 8. Ef þú hefðir tækifæri til að fara á eina af þessum þremur hátíðum, hver yrði fyrir valinu? Af hverju sú hátíð? 109 Montreux djasshátíðin Hvar : Í Montreux í Sviss. Hvenær : 28. júní–13. júlí. Einkenni hátíðarinnar : Ein af elstu tónlistarhátíðum Evrópu. Var fyrst haldin árið 1967. Á hátíðinni hafa fleiri þekktir tónlistarmenn spilað en á öðrum tónlistarhátíðum. Sem dæmi hafa hljómsveitir og tónlistarmenn á borð við Queen, Bob Dylan, David Bowie, Aretha Franklin og Miles Davis stigið á svið í gegnum tíðina. Ferðin í hnotskurn : Flogið til Genfar fimmtudaginn 11. júlí og keyrt til Montreux. Gist í þrjár nætur á 3ja stjörnu hóteli. Akstur frá hóteli á tónleikasvæðið á klukkutíma fresti á meðan á tónleikahaldi stendur. Keyrt út á flugvöll og flogið heim frá Genf 14. júlí. Innifalið í ferðinni : Flug og 23ja kg farangur, gisting á þriggja stjörnu hóteli, aðgöngumiði á tónlistarhátíðina. Akstur frá gististað á tónleikasvæðið. Akstur til og frá flugvelli í Sviss.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=