Útbrot

108 Hróarskelduhátíðin Hvar : Í Roskilde í Danmörku. Hvenær : 29. júní–7. júlí. Einkenni hátíðarinnar : Hátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1971. Fyrsta hátíðin stóð í tvo daga, þar spiluðu 20 hljómsveitir á tónleikum fyrir um tíu þúsund manns. Núna koma um 130.000 tónleikagestir á hátíðina og margar af vinsælustu hljómsveitum heims stíga þar á svið. Ferðin í hnotskurn : Flogið til Kaupmannahafnar fimmtudaginn 4. júlí og keyrt til Roskilde. Gist í fjórar nætur í tjaldhúsum, sem eru tjöld á upphækkuðum palli með tveggja manna dýnu. Í tjaldhúsinu er aðgangur að rafmagni og öryggishólfi. Á svæðinu eru sturtur, salerni, þvottaaðstaða og veitingabásar. Keyrt út á flugvöll og flogið heim frá Kaupmannahöfn 8. júlí. Innifalið í ferðinni : Flug og 20 kg farangur, gisting í tjaldhúsi, aðgöngumiði á tónlistarhátíðina. Akstur til og frá flugvelli í Danmörku. Látið það rúlla Hvar : Í Milovice í Tékklandi. Hvenær : 1.–3. ágúst. Einkenni hátíðarinnar : Hátíðin er haldin í gamalli herflugstöð og hefur verið við lýði síðan 2002. Tónleikagestir geta valið um tónleika á níu mismunandi sviðum. Sannkölluð tónlistarveisla fyrir þá sem hafa áhuga á rafdanstónlist. Ferðin í hnotskurn : Flogið til Prag 31. júlí og keyrt til Milovice. Gist í fjórar nætur á aðaltjaldsvæðinu þar sem eru sturtur og salerni auk veitingabása. Keyrt út á flugvöll og flogið heim frá Prag 4. ágúst. Innifalið í ferðinni : Flug og 15 kg farangur, gisting í tjaldi sem búið er að setja upp við komu, aðgöngumiði á tónlistarhátíðina. Akstur til og frá flugvelli í Tékklandi. Langar þig á tónlistarhátíð sem haldin er utan landsteinanna? Tónferðir eru með miða á þrjár hátíðir í sumar sem þú getur krækt þér í: TÓN LISTARHÁTÍÐI R Frekari upplýsingar og bókanir á www.tonferdir.is eða í síma 565 1234

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=