Útbrot

Skjáfíkn: Orð sem lýsir því að vera háður snjalltækjum, t.d. sjónvarpi, tölvuleikjum, símum og spjaldtölvum. Orðið var mikið notað í fréttum árið 2018 þar sem sagt var að þeir sem þjáist af skjáfíkn geti varið fjölmörgum klukkutímum á dag fyrir framan tölvu-, sjónvarps- og/eða símaskjá. Skjáfíkn veldur skaða þegar hún kemur í veg fyrir samverustundir, vinnu, nám, hreyfingu eða annað sem einstaklingur ætti frekar að verja tíma sínum í. Glásgláp: Í framhaldi af orðinu skjáfíkn er hægt að skoða öll nýyrðin sem hafa orðið til við enska hugtakið „binge watching‟. Athöfnin felur í sér að horfa á margar kvikmyndir eða sjónvarpsþætti í röð. Til dæmis að horfa á heila þáttaseríu án þess að gera mikið hlé á milli. Mörg orð hafa litið dagsins ljós á samfélagsmiðlum, t.d. sagnorðin að hámhorfa, þráhorfa og glásglápa. Sem og nafnorðin staraþon, þáttagúff og lotugláp. Þegar þessi kennslubók er rituð hefur þjóðin ekki fundið eitt orð til að sættast á. VERKEFN I 1. Hvers vegna er mikilvægt að fólk hafi hugmyndaflug til að smíða ný orð? 2. Hvað ákvarðar það hvort nýtt orð festist í tungumálinu? 3. Af hverju telur þú að orðið loftslagsflóttamaður hafi orðið til? 4. Hvort finnst þér orðið rafskutla eða ellinaðra betra til að lýsa farartækinu sem eldra fólk notar gjarnan til að ferðast á? Af hverju? 5. Af hverju er skjáfíkn slæm? 6. Hvað er að hámhorfa og þráhorfa? 7. Skoðaðu orðið staraþon. Hvaða orðum er hér skeytt saman og af hverju er staraþon lýsandi fyrir athöfnina að glásglápa á sjónvarpsefni? 8. Hvaða orð finnst þér lýsa best þeirri iðju að glásglápa (þú mátt smíða nýtt orð ef þér líst ekki á orðin sem talin eru upp)? Af hverju? 107

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=